Ef það er rétt..........!

Ef það er rétt að bönkunum hafi verið óheimilt að lána einstaklingum körfulán, þ.e. að binda lán sem greitt er í íslenskum krónum með gengi erlendra gjaldmiðla, þá verður ríkið að koma inn í það mál og leiðrétta þetta.

Það er út í hött hjá Gylfa ráðherra að segja fólk bara bjána að hafa tekið tilboði bankanna um slík lán, enda voru þau langtum hagstæðari en öll önnur lán á markaði. Það er með ólíkindum að bönkunum líðist að fara í kringum lög, jafnvel brjóta þau með ólöglegri lánastarfsemi, en samt sem áður eigi skuldarinn að borga alla lögleysuna. Og ef það er einnig rétt að búið sé að fella niður hluta eða heild einhverra þessara lána, er það ekkert annað en ótuktarskapur að láta samt lántakann borga allt að fullu. Og á meðan bankarnir buðu körfulánin, unnu þeir gegn krónunni bak við tjöldin til að skara eld að sinni köku!

Hvar eru lögin og ríkið nú?

Það stendur ekki á yfirvöldum að hirða einhvern mannræfil sem nælir sér í brauðhleif ófrjálsri hendi, en ef bankarnir brjóta á lýðnum, gerist ekkert.

Sem kjósandi þessarar ríkisstjórnar og viðskiptamaður bankanna geri ég þá kröfu að fjármálaeftirlitið, seðlabankinn og ríkið taki á þessum körfulánamálum og að lántakendur fái leiðréttingu.

Kveðja að vestan. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband