Hugmyndir um neysluskatta.

Ef hugmyndir þær sem nú eru uppi um að eingöngu skulu vera neysluskattar í íslensku samfélagi, engir aðrir skattar, þá erum við komin inn í römmustu hægristefnu sem iðkuð er á byggðu bóli.

Þetta myndi þýða að þeir sem hafa lægstu launin, hvar stærstur hluti fer í neyslu, myndu greiða ótrúlega hátt hlutfall tekna sinna í skatta. Barnmörgu fjölskyldurnar, hvar innkaup á nauðsynjavöru er stór hluti útgjalda munu borga hlutfallslega hæstu skattana, en þeir sem hafa háar tekjur og eiga nóg, jafnvel stórar fúlgur á banka, eiga fá börn ef nokkur, borga mjög lágt hlutfall tekna í skatta og þeir sem lifa á fjármagnstekjum einum saman borga enga skatta.

 

Einhvern veginn finnst manni að skattar eigi að vera í einhverju samræmi við tekjur. 

Þetta myndi líka þýða að verðlag myndi stórhækka og öll verðtryggð lán myndi snarhækka. Hætta er á að þetta myndi einnig stuðla að aukinni stéttaskiptingu og að svartamarkaðsbrask myndi blómstra

 

Hvernig sem skattkerfið verður, hlýtur það að miðast við að landsmenn leggi hluta af tekjum sínum til samneyslunnar og að kerfið nýtist einnig til tekujöfnunar, en kerfið hefur undanfarin 15 ár verið að breytast í hina áttina, þ.e. að þeir sem þéna mest, borga alls ekki mest og sumir hafa nánast ekkert greitt, þrátt fyrir miklar tekur, t.d. þeir sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum innistæða sinna.

Samt sem áður nýta þeir sér samfélagslega þjónustu!

 

Held að við ættum að sleppa öllum pælingum í þessa áttina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband