Byggðakvóti v/s strandveiðar, eða byggðakvóti OG strandveiðar?

Mér finnst það glimrandi hugmynd hjá mínum manni Steingrími J. að auka kvóta og hefja ,,strandveiðar", EN...ég er ekki sannfærður um að hætti eigi við byggðakvótann, heldur sýnist mér að betra væri að strandveiðarnar yrðu hrein viðbót. Þetta myndi þýða að sveitarfélögin misstu ekki þann kvóta sem þau hafa, hvort sem einhver sveitarfélög hafa misnotað úthlutanir eða ekki, heldur yrði strandveiðikvótinn hrein viðbót og fylgdi öðrum lögmálum. Það væri ekki vandamál þótt kvótinn í strandveiðum yrði 8 þúsund tonn, enda er nægur fiskur í sjónum.

Og af því að þú ert minn maður Steingrímur J., þá skora ég á þig að endurskoða afstöðu þina, skella strandveiðikvótanum, sem hreinni aukningu, á fyrir kosningar og gera þannig bragð úr ellefta boðorðinu og sýna Einari K. Guðfinnssyni að þú trúir ekki á sýn LÍÚ og fiskistofu. Með þessum hætti fengið ríkið peninga í sjóðinn til að greiða skuldirnar sem Einar K. og hans lið skellti á þjóðina.

Settu 100 kall á kílóið og sjáum til hvort ekki verður ,,maðkur úr mysunni!".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband