Skyldi það takast nú?

Nú er byrjuð auglýsingarhrina hvar skrökvað er upp á stjórnarflokkana og þá sérstaklega VG. Atkvæðamestir í þessu eru Sjálfstæðismenn og trúa því að minni almennings haldi ekki í tvær vikur, allir verði búnir að gleyma fyrir hverju þeir stóðu er þeir voru í stjórn.

Nú koma slagorð eins og: ,,Við ætlum að verja heimilin!" og ,,Við ætlum að tryggja atvinnu!"

Já, þeir þykjast ætla að byrgja brunninn, en gleyma því að þeir hentu sjálfir barninu ofan í hann.

Á sama tíma er alls kyns skatta - niðurskurðar- og afturhaldspólitík logið upp á VG, án þess að þeir hafi í nokkru komið með neinar lausnir sjálfir. Hræðsluáróðurinn ef hafinn af fullum krafti og þá skiptir engu sannleikinn er hafður að leiðarljósi.

Þetta er eins og í gamla þegar ákveðnir stjórnmálamenn töldu að ef lygin væri endurtekin nógu oft, þá tryði almenningur því. Og stundum tókst það.

Skyldi það takast nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband