Verður stærsti ,,bitinn" í boði Davíðs?

Já, er það ekki yndislegt að fá áð vita að Dabbi lánaði bönkunum ,,ofurupphæðir" gegn ónýtum veðum rétt fyrir hrunið, vitandi að allt var á leið til fjandans. Alla vega þykist hann hafa varað við þessu löngu áður en allt hrundi.

Samt tók hann sénsinn á veðum sem reynast ónýt! Og líkur eru á að þetta muni kosta þjóðina mikið meira en Icesave - reikningarnir.

Og svo kallar hann nýja Seðlabankastjórann alzheimersjúkling og/eða ósannindamann. Margur heldur mig sig!

Ég hef stundum borið uppátæki Davíðs saman við uppátæki Emils í Kattholti. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að betra hefði verið að senda hann út í skúr að tálga fyrir löngu síðan, eins og gert var við Emil, en Geir Haarde réð ekki við það verkefni.

Já, það er ekki nema von að Sjálfstæðismenn vilji ekki segja okkur hvernig þeir ætla að fjármagna allt batteríið komist þeir aftur í stjórn, en ráðast svo á núverandi ríkisstjórn fyrir að pæla í líklegum leiðum út úr vandanum. Ef það þarf að hækka skatta og skera niður þjónustu, þá er ljóst að stór hluti þess er í boði Davíðs Oddsonar og hinna vammlausu bankastjóranna sem hann minntist í ræðunni frægu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband