Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þúsund þorskar á færibandinu færast nær!

Já, manni detta náttúrulega strax í hug hinar mögnuðu línur í laginu hans Bubba, Ísbjarnarblús, við fréttirnar um Granda (var Ísbjörninn ekki í sama húsi?). Þetta er makalaus ósvífni og að hlusta svo á stjórnarformanninn, staddann í Chile, stama einhverju bulli út úr sér í gegnum síma, um kostnað lána o.fl.  Hverju skiptir slíkt þegar starfsfólk var að gefa fyrirtækinu frest á kauphækkunum af því það væri svo erfitt í rekstrinum. Varla þegar hægt er að greiða út arð, sem hefði dugað fyrir áðurnefndum kauphækkunum í 8 ár.

Nú held ég að starfsfólkið ætti að kyrja einum rómi: ,,Ég ætla, aldrei, aldrei, aldrei aftur að vinna í Grandanum!", sem er náttúrulega hæfileg refsing á þrjótana sem stjórna þarna. En það er erfitt þegar atvinnuleysi er annars vegar.

En eitt er ljóst: Óbermin eru eins, hvort sem þau stjórna banka eða útgerð.


Lygi í boði framsóknar!

Nú koma fyrrum Framsóknarmenn fram í fjölmiðlum og aðrir skrifa blogg hvar þeir skrökva blákalt á VG alls kyns rugli, eins og því að Jón Bjarnason hafi komið í veg fyrir að aðrir frambjóðendur VG hefðu aðgang að kjörskrám í NV kjördæmi.  

Það er ljóst að nú nálgast kosningar, en ef þetta er það málefnalegasta sem þeir komast, býð ég ekki í framhaldið. Það er einhver hrikaleg röksemdarfjarlægðar-árátta sem hrjáir suma, er þeir fara alltaf út í að líkja VG við gömlu austantjaldslöndin og einræðisherrana sem þar ríktu, Norður Kóreu og bilunina sem þar ríkir og Kúbu, þar sem tíminn stóð í stað.  Allir sem eitthvað vita í pólitík vita að þarna ríkti ekkert sem heimfæra má á sósíalisma. Þarna var ofbeldi í skjóli hernaðarmáttar.

Þetta væri svipað og ef einhverjir andstæðingar hægrimanna skorti rök og færu því að líkja hægrimönnum á Íslandi við Nazista, eða Pinochet í S - Ameríku eða aðra glæpamenn sem ríkt hafa í nafni hægristefnu. Þarna var sama uppi á teningnum, ofbeldi í skjóli hernaðar og þarna ríkti ekkert sem heimfæri má á kapítalisma.

Þetta eru röksemdafærslur sem ekki eiga heima í nútímastjórnmálum á Íslandi og lýsir best hugsanaþurrð þeirra sem svona skrifa eða tala.   

Það að Jón Bjarnason fékk svona góða kosningu er að hann hefur unnið vel og af heilindum fyrir Ísland og sitt kjördæmi og er því mjög þekktur í sínu kjördæmi.


Ánægður með Jón, en er líka skotinn í Grími!

Nú eru úrslitin í forvali flokkanna óðum að koma í ljós. Ýmislegt er að gerast, sumum hafnað og aðrir njóta trausts eins og gengur.

Hvað endurnýjun á þing varðar, þá er það nú svo að ef mið er tekið af síðustu kosningum og þeim sem í hönd fara nú, er ljóst að næstum helmingi þingmanna er skipt út á þessum tveimur árum og ég er ekki viss um að meiri mannabreytingar hefðu neitt gott í för með sér.

Persónulega er ég ánægður með að Jón Bjarnason er í forystu VG í Norðvesturkjördæmi, en ég verð að viðurkenna að ég var svolítið skotinn í þeirri hugmynd að fá Grím í annað sætið. Ég held að hann hefði blásið nýjum vindum um sali Alþingis.

En svona fór um sjóferð þá.

Kveðja að vestan. Wink


Vaðfuglafræði.

Þá fara úrslitin í prófkjörum NV - kjördæmis að líta dagsins ljós. Nú bíður maður spenntur eftir að sjá hverjir raðast á hina ýmsu lista og hvernig, því þegar þau úrslit koma, getur maður nokk séð hvort eitthvað muni t.d. gerast í vegamálum á Vestfjörðum næstu fjögur árin. Er það fólk sem setur fólk í fyrsta sæti, eða munu ernir og vaðfuglar ráða því hvort ráðist verður í vegagerð?

Spennandi! 


Til hamingju!

Til hamingju íslenska þjóð. Ríkisstjórnin er að vinna fyrir okkur. Wink Allt verður einu sinni fyrst!

Þetta er nú erfitt fyrir suma að skilja.

 

 

 


Gott hjá ríkisstjórninni!

Mér finnst hreinlega frábært að Alþingi ætli að starfa uns búið er að koma þeim þörfu málum sem liggja fyrir, alla leið gegnum þingið sem samþykktum lögum.Wink

Og mér finnst það líka frábært að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki að ráða því að alþingismenn færu heim án þess að ljúka því sem þarf. Það kemur svo í ljós hvort þeir halda áfram með ,,málfþófið", sem aftur veldur því að starfstíminn verður lengri og þeir komast enn seinna í kosningabaráttuna. Þeir um það! Whistling

Já, loksins er komið fólk sem þorir að vera í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og framkvæma það sem þarf í þágu landsmanna. Næst er svo að sjá hvort Seðlabankinn þorir að lækka stýrivextina, sem mun hjálpa eitthvað til varðandi fyrirtækin í landinu.

Það myndi reyndar ekki saka neitt ef Steingrímur gæfi leyfi fyrir frjálsum handfæraveiðum, því sjórinn er fullur af fiski, en það kemur vonandi.

Maður bíður og vonar!

Kveðja að vestan.


Alþingismenn og eigin atvinnurekstur = vafasöm tenging!!!!

Í gamla daga vann ég skattstofunni í Reykjavík um tíma. Þar var sú regla að maður mátti ekki eiga fyrirtæki eða vera í stjórn fyrirtækja ef maður ætlaði að vinna þar við endurskoðun eða rannsóknir á skattskýrslum. Mér fannst þetta skrýtið í byrjun, en sá svo auðvitað ljósið, að ekki færi saman að eiga fyrirtæki og vera kannski að rannsaka eða fara yfir / endurskoða skattskýrslur þess fyrirtækis sem maður tengdist.

Því finnst mér það vafasamt að Alþingismenn geti átt og/eða verið í stjórnum fyrirtækja og verið á sama tíma að semja og samþykkja lög á hinu há Alþingi um starfsumhverfi sömu fyrirtækja, m.a. skattalög, lög um arðgreiðslur, varasjóði o.fl.

Þarna eru greinilegir hagsmunaárekstrar. Það hefur líka sýnt sig, að margt virðist vafasamt í tengingum sumra Alþingismanna við fyrirtæki, svo ekki sé nú minnst á maka. En þetta eins og svo margt er vandmeðfarið og þarna eru ,,sálir" á ferðinni og ,,aðgát skal höfð í nærveru sálar" og því ber að fara varlega. En alla svona hluti á að reyna að fyrirbyggja, þ.e. að tengsl Alþingismanna við atvinnurekstur séu ekki með þeim hætti að það dragi úr trúverðugleika þeirra.

En er eitthvað óeðlilegt að gera þá kröfu að Alþingismenn hafi þá atvinnu eina að vera Alþingismenn, þ.e. að semja lög, ræða um lög og reglur og virða og fara eftir og vernda stjórnarskrána?

Hvað meira þurfa þeir?  Ef þeir þurfa eða vilja meira, eiga þeir bara að fá sér aðra vinnu. Það er einfalt.


Selja málverkin, nei takk!

Dettur sumum ekkert í hug með eignir þjóðarinnar en að selja þær.

Mér finnast þær hugmyndir að selja málverkin sem íslenska þjóðin endurheimti með yfirtöku bankanna gjörsamlega fáránlegar. Þessi málverk eiga að fara á Listasafn Íslands. En það er eins og eitur í beinum sumra manna að íslenska þjóðin eigi eitthvað sameiginlega, eigi þjóðararf, sameiginlega menningu og listir.

Hvaða Frökkum myndi detta í hug að selja Mónu Lísu til að bjarga frönskum efnahag, eða lækka skatta?


99 ára íbúðalánakerfi.

Mér hefur fundist undarlegt hvernig Íslendingar líta á húsnæðismál á þessu kalda landi.

Hér líta allir á íbúðahúsnæði sem fjárfestingu sem á að skila arði og slíkt eigi að borga upp á sem stystum tíma. Á Norðurlöngum eru húsnæðislán til 99 ára, enda standa húsin í nokkur hundruð ár og þar finnst engum að einn maður eigi að greiða slíkt upp á örfáum árum. Þar er litið á íbúðahúsnæði sem skjól fyrir fjölskyldur og fólki gert kleift að kaupa slíkt án þess að bæði heilsa og fjárhagur fjölskyldunnar hrynji við minnstu breytingar í fjárhagsheimum.

Hér standa málin á haus, ekki síst eftir að bankakerfið gerði kröfur um fá húsnæðislánin á silfurfati. Verðtrygging og ofurvextir eru að svipta fólk þakinu yfir höfuðið og enn eru menn í vandræðum með að finna lausnir.

Breytið lánunum í 99 ára lán, lækkið vextina og takið verðtrygginguna af! Þannig eru það nokkrar kynslóðir sem greiða niður húsnæðið, en hver kynslóð fær sitt til baka sem hún hefur greitt í því ef það er selt. Íbúðarhúsnæði á ekki að vera gróðrastía fyrir fjármálaspekúlanta sem svífast einskis í gróðabralli sínu. Íbúðarhúsnæði fjölskyldna á að vera heilagt og lánamálin þannig frá gengin að fólk geti ráðið við það. Íslenska þjóðir hefur ekki efni á því að hafa það öðruvísi.


Eftirálausnir.

Nú fara Sjálfstæðismenn mikinn á Alþingi, eru með málþóf og heimta skýringar og lausnir á málum.

Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því þeir voru í stjórn fyrir hrun, á meðan hrundi og eftir hrun og gerðu nákvæmlega ekkert. Þeir segjast hafa verið tilbúnir með ýmis frumvörp, en þeir lögðu þau ekki fram og höfðu þó til þess 3 mánuði. Það er lengri tími en núverandi ríkisstjórn hefur fram að kosningum.

Vel má vera að t.d. Einari K. hafi ekki fundist starfið í sjávarútvegsráðuneytinu erfitt (eins og hann ásakar Steingrím J. um að væla um), enda gerði hann nákvæmlega ekkert, nema að leyfa hvalveiðar daginn áður en hann fór úr embætti. Hann var kosinn á þing af Vestfirðingum með það loforð í vasanum að berjast fyrir breyttu kvótakerfi, en eftir að hann kom á þing heyrðist ekki boffs í honum um það. Sama hvað hann segir nú!

Já, nú heimtar hann aðgerðir á ýmsum sviðum, er með lausnir og tillögur, eins og aðrir Sjálfstæðismenn, en það er eins með lausnirnar og tryggingarnar að þær virka ekki eftirá! 

Þess vegna ættu Sjálfstæðismenn að sjá sóma sinn í þvi að styðja þau góðu mál (þær lausnir) sem ríkisstjórnin er að reyna að koma í gegn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband