Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.4.2009 | 23:24
Trúið á það!
Það er ótrúlegt að hlusta á Sjálfstæðismenn á Alþingi, í útvarpi og sjónvarpi, horfa á rit þeirra á blogginu og jafnvel á Facebook. Allir eru búnir að gleyma hver á sök á hverju og kenna núvernadi ríkisstjórn um alla skapaða hluti.
Endilega haldið áfram, galið framí á Alþingi, komið í útvarpið og sjónvarpið og segið að allt sé núverandi ríkisstjórn að kenna, það sé þeim að kenna að heimilin eru í vandræðum, atvinnuleysi sé á landinu, krónan falli, að fyrirtæki fari á hausinn og heimili séu í hættu.
Trúið því og haldið áfram að prédika það, því íslenska þjóðin man ekki neitt, hún man ekki hverjir voru við stjórn er þetta allt var gert mögulegt,. hún man ekki hverjir vöruðuð við því, hún man ekki að að stjórnin sem var við völd gerði ekkert í 3 mánuði og....hún man ekki að Geri Haarde sagi að ,,Aðgerðarleysi er dyggð", enda gerði stjórnin ekkert, því það þurfti tíma til að ganga frá kjaftæðinu.
Búsáhaldabyltingin skammtaði þeim tímann. Nú eru þeir sjálfir í eins konar málþófsbyltinug til að koma í veg fyrir að búsáhaldaliðið nái því fram sem það vildi, sem er ,,lýðræði".
Já, Sjálfstæðismenn haldið áfram að trúa á það sem þið hafið gert, gleymið allri ábyrgð, sakið núverandi ríkisstjórn um ykkar mistök og farið glaðbeittir í kosningabaráttu. Öðruvísi smellið þið ekki inn í siðblindukerfið sem þið boðið.
Ekki einu sinni ræða við mig um ,,stjórnarskrána". Hana eruð þið búnir að svífyrða með þvílíkum hætti gegnum áratugi að ég nenni ekki einu sinni að ræða það.
Eða hverjir stóðu fyrir því að Jóni Sigurðssyni var ekki boðið til Íslands forðum? Hverjir vildu ,,bíða" í freslisbaráttunni? Hverjir voru harðastir gegn lífeyrissjóðum þegar þeir voru stofnaðir?
Já, haldið áfram að trúa! Trúin flytur fjöll.......
7.4.2009 | 18:14
Íslenskir hagfræðingar harðneita, sem von er!
Er einhver hissa á því að íslensku hagfræðingarnir tveir sem unnu í tugi ára hjá AGS harðneiti því að sjóðurinn sendi "Financial hitmen" eða ,,fjárhagslega böðla" inn í lönd þar sem hann kemur að málum. Ég er ekki hissa á því, enda væru þeir þá kannski að viðurkenna eitthvað sem gæti komið þeim í koll.
Það er algjörlega fáránlega að spyrja menn sem eiga persónulegra hagsmuna að gæta álits á málum. Bæði í félaga - sveitarstjórna - og -nefndamálum Alþingis eru menn sem hafa persónulegra hagsmuna að gæta taldir vanhæfir. Auðvitað á það við í þessu máli. Ég er ekki að segja að þeir hafi gert eitthvað af sér, ég veit ekkert um það, en það gilda sömu lögmál um þá og aðra varðandi álitsgjafir.
6.4.2009 | 16:56
Silfur Egils, ráðleggingar útlendinga og Steingrímur J.
Já, Silfur Egils var merkilegt að vanda. Enn á ný voru mættir útlendigar, vel menntaðir og snjallir, meira að segja ,,fyrrum útsendari" peningaaflanna sem hafði það verk að koma auðlindum þjóða sem voru í vandræðum í hendur auðhringa. Hann var ekki að skafa utan af hlutunum, heldur hélt hann því fram, eins og reyndar hinn útlendingurinn, að Ísland ætti að senda AGS (Alþj.gj.sj.) burtu úr landinu eins og skot, áður en þeir væru búnir að koma okkur í algjört þrot og ræna okkur auðlindunum. Þessir menn segjast þekkja vel til málanna og ráðleggja okkur þetta.
Ég man ekki betur en að Steingrímur J. hafi varað mjög við því að við AGS fengi að ráða hér öllu og að betra væri að ,,taka skellinn". En þá varð allt vitlaust. Sjálfstæðismenn sökuðu hann um að vilja setja landið á hausinn. Já, það er sífellt að koma betur í ljós að Steingrímur veit lengra nefi sínu, sem þó er nokkurt.
En er nokkur leið að senda AGS heim úr þessu? Það segja útlendingarnir, en hvað myndi það kosta þjóðina? Ég geri mér enga grein fyrir því.
4.4.2009 | 02:05
Stuttbuxnadeildin komin yfir í naríurnar!
Allt sem hefur gerst, allt sem almenningur upplifir virðist hinum skyr-hrærðra Bjarna Ben og Sjálfsæðsflokknum algjörlega framandi.
Enda labbar formaurinn (úpps...vantar -ð) keikur um gólf, sest niður eins og hann eigi heiminn og talar í anda frjálshyggjunnar...og fattar ekki hvað er að.
Ég held að sjálfstæðisflokkurinn hafi gert meirháttar mistök er þau völdu ,,hann" sem formann.
En það er bara mín skoðun.
Kveðja að vestan.
4.4.2009 | 00:06
Vegir á Vestfjörðum? Vil fá svör!
Vegir á Vestfjörðum eru í raun landinu til skammar. Nú er í gangi alls konar verkefni til að auka atvinnu og mig vantar að vita hvort ríkisstjórnin ætlar að setja eitthvað í það að bæta vegi á Vestfjörðum, t.d. með þverun fjarða og svo framvegis. Þarna eru vissulega tækifæri til að fjölga störfum sem eru þjóðhagslega arðbær. Ekki bara það að Vestfirðir eru ,,in" eins og sagt er, heldur geta þá venjulegir Íslendingar, t.d. Reykvíkingar líka heimsótt þetta svæði og notið þess árið um kring.
En ef ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera í þessu, þá vil ég fá að vita það, því það gæti ráðið atkvæði mínu í kosningunum. Ef ernir og lóur eiga ráða, þá er ég kominn í vanda.
Tjáið ykkur um þessi mál, varðandi Vestfirði?
Kveðja að vestan.
3.4.2009 | 21:32
Tveir stóðu uppúr!
Ég var að fylgjast með stjórnmálaumræðunum á RÚV í kvöld og þar stóðu þeir upp úr með tillögur um hvernig á að taka á málum, þeir Addi Kdda Gau hjá Frjálslyndum og Steingrímur J.
Ef Bjarni Ben er hrærður eins og skyr, þá er það algjörlega án sætuefna, því mikið átti hann bágt. Að mínu viti hefði Akureyringurinn verið miklu betri málsvari, enda nær fólkinu og fljótari að hugsa. Reynsla skiptir máli. En kannski á Bjarni Ben eftir að hrærast betur.
Hrifnastur er ég reyndar af tillögum Adda Kidda Gau um lausnina á greiðsluvanda heimilanna og ég er líka algjörlega sammála honum um auknar veiðar á þorski. Kannski má segja, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessum málum séu í sömu átt, en samt eru tillögur Frjálslyndra einfaldari og auðskildari. Það ,,klingdi" hjá mér þegar Addi Kidda Gau sagði: ,, ...Og auðvitað eigum við að veiða meira af þorski".., það ætti nú hver maður að sjá sem bara hugsar (auðvelt fyrir þá sem búa úti á landi), en.....ekki er hlustað á Jón Kristjánsson fiskifræðing, sem er samt búinn að koma með nákvæmar útlistanir á öllu í þessu sambandi. En það er önnur saga og kannski pólitísk, ég veit það ekki, en maður spyr sig!
Steingrímur sýndi enn á ný að hann er meiriháttar, hræðist ekki umræður um mál og segir hreint út hvað þarf að gera, blönduð aðferð niðurskurðar og skatta. Og tók Bjarna hrærða aðeins í smá hræring, enda tilefni til, því Bjarni var greinilega ekki nógu hrærður í þessu viðtali.
Gaman að þessu öllu og verður sífellt meira spennandi.
1.4.2009 | 23:38
Verður stærsti ,,bitinn" í boði Davíðs?
Já, er það ekki yndislegt að fá áð vita að Dabbi lánaði bönkunum ,,ofurupphæðir" gegn ónýtum veðum rétt fyrir hrunið, vitandi að allt var á leið til fjandans. Alla vega þykist hann hafa varað við þessu löngu áður en allt hrundi.
Samt tók hann sénsinn á veðum sem reynast ónýt! Og líkur eru á að þetta muni kosta þjóðina mikið meira en Icesave - reikningarnir.
Og svo kallar hann nýja Seðlabankastjórann alzheimersjúkling og/eða ósannindamann. Margur heldur mig sig!
Ég hef stundum borið uppátæki Davíðs saman við uppátæki Emils í Kattholti. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að betra hefði verið að senda hann út í skúr að tálga fyrir löngu síðan, eins og gert var við Emil, en Geir Haarde réð ekki við það verkefni.
Já, það er ekki nema von að Sjálfstæðismenn vilji ekki segja okkur hvernig þeir ætla að fjármagna allt batteríið komist þeir aftur í stjórn, en ráðast svo á núverandi ríkisstjórn fyrir að pæla í líklegum leiðum út úr vandanum. Ef það þarf að hækka skatta og skera niður þjónustu, þá er ljóst að stór hluti þess er í boði Davíðs Oddsonar og hinna vammlausu bankastjóranna sem hann minntist í ræðunni frægu.
31.3.2009 | 10:53
Vegagerð: ernir v/s öryggi
Það er með ólíkindum hvað hægt er þvæla og rugla í sambandi við náttúruvernd. Ef sú staðreynd er orðin ofaná á Íslandi að ernir sem hugsanlega eiga búsvæði á Vestfjörðum eru orðnir rétthærri en mannfólkið og öryggi þess, þá er eitthvað rosalega mikið að í kerfinu.
Ég ek þessa leið frá Patreksfirði oft á ári hverju og það er í mínum huga algjört fjorgangsatriði að þessi leið verði valin og vegur gerður, með þverunum þessara fjarða. Öryggisatriðið er svo stórt fyrir íbúa Vestfjarða að íbúar á stórborgarsvæðinu sem ekki hafa farið þetta að vetri til gera sér enga grein fyrir hvað hér um ræðir. Og hvort ernir hafi búsetu einhvers staðar á þessu svæði, þá einfaldlega flytja þeir sig til, ef þeim sýnist. Ernirnir verða ekki í neinum vandræðum með það. Og að sjálfsögðu hefur þetta einhverja röskun í för með sér meðan á framkvæmdum stendur, en það er eðlilegt og mun færast í betra horf þegar frá líður. Ef halda á landinu í byggð, hefur það einhverja röskun í för með sér.
Ég trúi því ekki að yfirvöld ætli að láta ,,hugsanlega" búsetu fugla ógna öryggi landsmanna sem aka um vestfirska vegi. Og einu má ekki gleyma, það er þjóðhagslega hagkvæmt að malbika og stytta leiðir milli staða. Fyrir utan að auka öryggi og þar með minni kosnað vegna slysa, þá sparar það fé í formi minna viðhalds bifreiða og minni eyðslu, sem og minna viðhalds á vegunum sjálfum.
Þegar um er að ræða öryggi manna í umferðinni v/s hvort fuglar þurfi hugsanlega að færa sig, sýnist með valið vera auðvelt. Og ef yfirvöld ætla sér að velja fuglana fram yfir fólkið, er nokkuð víst að óvissa með hvert atkvæðin Vestfirðinga fara eykst stórlega.
Vegarlagning kann að hafa áhrif á erni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 12:14
Mismæli, eða bara sannsögli?
Í ræðu Sigurðar Kára, hvar hann ræddi um fiskveiðiauðlindir Íslendinga, lagði hann áherslu á: ,,að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að halda yfirráðum sínum yfir fiskveiðiauðlindunum yrði stefna flokksins að vera að halda sig utan við Evrópusambandið".
Einhvern veginn finnst mér að þarna hafi Sigurður Kári mismælt sig, en það þarf náttúrulega ekki að vera, heldur var hann kannski bara að segja satt, eða ræður Sjálfstæðisflokkurinn ekki yfir fiskveiðiauðlindum Íslands?
Ja, svari nú sá sem veit!
29.3.2009 | 12:37
Ha,ha....Davíð er samur við sig!
Enn á ný hrærir Davíð í liðinu. Uppátæki hans eru óborganleg. Það þyrfti að gefa út bók með uppátækjum hans.
Eina samlíkingin sem passar er að hann er hinn íslenski Emil í Kattholti. Eini munurinn er að það er enginn sem sendir hann út í skúr að tálga.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar