Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.5.2009 | 08:44
Ef það er rétt..........!
Ef það er rétt að bönkunum hafi verið óheimilt að lána einstaklingum körfulán, þ.e. að binda lán sem greitt er í íslenskum krónum með gengi erlendra gjaldmiðla, þá verður ríkið að koma inn í það mál og leiðrétta þetta.
Það er út í hött hjá Gylfa ráðherra að segja fólk bara bjána að hafa tekið tilboði bankanna um slík lán, enda voru þau langtum hagstæðari en öll önnur lán á markaði. Það er með ólíkindum að bönkunum líðist að fara í kringum lög, jafnvel brjóta þau með ólöglegri lánastarfsemi, en samt sem áður eigi skuldarinn að borga alla lögleysuna. Og ef það er einnig rétt að búið sé að fella niður hluta eða heild einhverra þessara lána, er það ekkert annað en ótuktarskapur að láta samt lántakann borga allt að fullu. Og á meðan bankarnir buðu körfulánin, unnu þeir gegn krónunni bak við tjöldin til að skara eld að sinni köku!
Hvar eru lögin og ríkið nú?
Það stendur ekki á yfirvöldum að hirða einhvern mannræfil sem nælir sér í brauðhleif ófrjálsri hendi, en ef bankarnir brjóta á lýðnum, gerist ekkert.
Sem kjósandi þessarar ríkisstjórnar og viðskiptamaður bankanna geri ég þá kröfu að fjármálaeftirlitið, seðlabankinn og ríkið taki á þessum körfulánamálum og að lántakendur fái leiðréttingu.
Kveðja að vestan.
27.4.2009 | 13:41
Þjóðin á að ráða!
Nú þegar niðurstaða kosninganna liggur fyrir er ljóst hvað þarf að gera til þess að Samfylking og VG nái saman. Láta þjóðina ráða. Vitrænast tel ég vera að fara í aðildarviðræður, sjá hvað út úr þeim kemur og láta síðan kjósa um málið. Hin leiðin er líka fær, þ.e. að láta kjósa um hvort fara eigi í aðildarviðræður, en það tel ég verða síðri kost.
Látum þjóðina skera úr málinu, með annarri hvorri aðferðinni.
Kveðja að vestan.
25.4.2009 | 09:08
Ég trúi því ,sannleiki, að sigurinn þinn...!
,,Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn...að síðustu vegina jafni; ...og þér vinn ég, konungur, það sem ég vinn, ...og því stíg ég hiklaust og vonglaður inn, ... í frelsandi framtíðar nafni".
Svo orti Þorsteinn Erlingsson í ljóðinu Brautin.
Þessar ljóðlínu eiga vel við í dag og er við göngum að kjörborðinu ættum að muna að nú er tækifærið til að tjá sig og láta þá taka við sem sagt hafa satt og hafa unnið fyrir fólkið, en hafna þeim sem staðið hafa fyrir græðgisvæðingu íslensks samfélags.
Af þeim flokkum sem verið hafa á Alþingi undanfarin tíu ár, sýnist mér aðeins einn koma með hreinan skjöld út úr þessu, en það eru Vinstri grænir. Menn hafa hlaupið inn og út úr Frjálslyndum, svo þar þýðir ekki að setja X-ið og þeir virðast ekki hafa meðbyr, þótt Addi Kidda Gau sé að mínu mati toppmaður.
Já, ég vil að sannleikinn sigri og þjóðin fái alvöru fulltrúa fólksins í ríkisstjórn. Það er mín einlæga skoðun að VG hafi staðið vaktina og nú er tækifærið til að láta atkvæðið tala og mitt atkvæði fer á VG.
Ég ætla að flagga íslenska fánanum í dag, því ég trúi því að sannleikinn sigri.
Kveðja að vestan.
20.4.2009 | 14:19
Skyldi það takast nú?
Nú er byrjuð auglýsingarhrina hvar skrökvað er upp á stjórnarflokkana og þá sérstaklega VG. Atkvæðamestir í þessu eru Sjálfstæðismenn og trúa því að minni almennings haldi ekki í tvær vikur, allir verði búnir að gleyma fyrir hverju þeir stóðu er þeir voru í stjórn.
Nú koma slagorð eins og: ,,Við ætlum að verja heimilin!" og ,,Við ætlum að tryggja atvinnu!"
Já, þeir þykjast ætla að byrgja brunninn, en gleyma því að þeir hentu sjálfir barninu ofan í hann.
Á sama tíma er alls kyns skatta - niðurskurðar- og afturhaldspólitík logið upp á VG, án þess að þeir hafi í nokkru komið með neinar lausnir sjálfir. Hræðsluáróðurinn ef hafinn af fullum krafti og þá skiptir engu sannleikinn er hafður að leiðarljósi.
Þetta er eins og í gamla þegar ákveðnir stjórnmálamenn töldu að ef lygin væri endurtekin nógu oft, þá tryði almenningur því. Og stundum tókst það.
Skyldi það takast nú?
17.4.2009 | 22:14
Krossfesting þjóðarinnar og / eða Sjálfstæðis-Pontíusarpæling.
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að krossfesta þjóðina endanlega, að þeirra eigin viti! Loka hana inni í ákvörðunum Alþingis, treystandi á næstu kosningar til að geta haldið arðráninu áfram, bara með því að vera með ,,málþóf" og stoppa að þjóðin ráði yfir auðlindum sínum og fái einhverju ráðið.
Allar leiðir liggja til Rómar......eða Sjálfstæðisflokksins. Hvílík endemi!
Halda þeir að það sé ekki líf eftir kosningar? Halda þeir að þeir vinni?
Endalsaust áframhald villu og svíma, sem þeir eru í og verða. Hafa aldrei skilið að 500 krónur geta skipt máli, hafa aldrei skilið að réttlæti er eitthvað sem almenningur skilur og vill.
Já, það tekur ný stjórn við, kannski sömu flokkar, en með nýtt umboð, líka til að veita þjóðinni umboð og segja ykkur, að þjóðin ræður.
17.4.2009 | 21:51
MP banki....jafntefli eða tap.....fyrir þjóðina?
Margeir Péturson bank varð að lúta í lægra haldi um stund. Ég er persónulega ekki í uppnámi út af því, enda ýmislegt verið á ferli gagnvart þessu máli öllu sem betra er kannski að sleppa.
Ætla menn ekki að læra, bara halda áfram, jafnvel að spila ,,fíflið" og skáka, svona allt í einu og segja svo íslensku þjóðina loksins ,,mát".
Vel má vera að Margeir sé góður skákmaður, en ég treysti honum ekki lengra en ég gæti kastað honum. Og það er nú ekki langt.
Stoppum þetta ævintýri peningamannanna, hverjum er ekki sama þótt þeir flytji úr landi, við borgum allt hvort sem er, hvort sem er um stóra bústaði að ræða, ónýt hlutabréf, yfirbor-guð eður ei, móður - eða dótturfélög, ekki tengd eða tengd.
Hey, flytjið bara úr landi, ég mun ekki sakna ykkar!
Þurfum við fleiri banka?
17.4.2009 | 19:48
Byggðakvóti v/s strandveiðar, eða byggðakvóti OG strandveiðar?
Mér finnst það glimrandi hugmynd hjá mínum manni Steingrími J. að auka kvóta og hefja ,,strandveiðar", EN...ég er ekki sannfærður um að hætti eigi við byggðakvótann, heldur sýnist mér að betra væri að strandveiðarnar yrðu hrein viðbót. Þetta myndi þýða að sveitarfélögin misstu ekki þann kvóta sem þau hafa, hvort sem einhver sveitarfélög hafa misnotað úthlutanir eða ekki, heldur yrði strandveiðikvótinn hrein viðbót og fylgdi öðrum lögmálum. Það væri ekki vandamál þótt kvótinn í strandveiðum yrði 8 þúsund tonn, enda er nægur fiskur í sjónum.
Og af því að þú ert minn maður Steingrímur J., þá skora ég á þig að endurskoða afstöðu þina, skella strandveiðikvótanum, sem hreinni aukningu, á fyrir kosningar og gera þannig bragð úr ellefta boðorðinu og sýna Einari K. Guðfinnssyni að þú trúir ekki á sýn LÍÚ og fiskistofu. Með þessum hætti fengið ríkið peninga í sjóðinn til að greiða skuldirnar sem Einar K. og hans lið skellti á þjóðina.
Settu 100 kall á kílóið og sjáum til hvort ekki verður ,,maðkur úr mysunni!".
14.4.2009 | 17:02
Frekar ódýrt hjá Þorgerði Katrínu!
Mér fannst það frekar ódýrt hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokksins að segja í morgunútvarpi Bylgunnar varðandi Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, ,,...að hún þyrfti að gera sér greina fyrir því að það þyrfti að gera meira en að stimpla".
Katrín Jakobsdóttir hefur verið mjög virk og gert góða hluti, sem m.a. kom fram í fréttum dagsins. Þorgerður virðist mér kasta úr glerhúsi, hafandi verið í aðgerðarleysisstjórninni sem hrökklaðist frá völdum. Annars hefur mér persónulega alltaf líkað vel við Þorgerði Katrínu.
Kveðja að vestan.
10.4.2009 | 14:39
Allir svo aldeilis hlessa!
Já, það er náttúrulega alveg frábært hvað margir Sjálfstæðismennirnir eru hissa á þessum styrkjum. Stjórn flokksins, framkvæmdastjóri flokksins og fjáröflunarnefndarmenn sem stóðu í þessu koma allir af fjöllum. Yeh....right! Og svo eru það náttúrulega þeir Sjálfstæðismenn sem eru hneykslaðir á þessu. Yeh....right! Og svona styrkir eru náttúrulega að byrja þarna 2006? Yeh....right!
Er kannski fullt af peningum í ríkissjóði sem ráðherrarnir vissu ekki um? Nehhhhh..., það var bara fullt af peningum í kosningsjóðum Sjálfstæðisflokksins! Ríkissjóður eru mikið meira en tómur.
Og svo eru þeir alltaf reyna að gera Vinstri græna tortryggilega!
8.4.2009 | 00:35
Skítt með kjörin,,,....kjósum D
Íslendingar gleymið öllu, ekki halda að Sjálftæðisflokkurinn standi fyrir því að peningamenn hafi það fínt. Af hverju ættu þeir að vilja það? Bara af því að þeir ráða flokknum, vilja einkavæða heilbrigðiskerfið, vegakerfið og aðra samfélagsþjónustu? Nei, ekki halda það!
Hverju skiptir það þótt þeir hafi staðið fyrir lækkun skatta á hátekjufólk og óskri nú af því að stjórnin íhugar skattahækkanir á hátekufólk? Þeir setja bara skatta á vegakerfið, heilbrigðiskerfið og aðra þjónustu, af því að það þarf að skattleggja sjúklinga, þá sem þurfa að ferðast, þetta fólk sem alltaf er að heimta þjónustu af samfélaginu. Hins vegar eiga þeir sem eiga peninga ekki að bera skatta, en njóta alls, hvorki greiða til aldraðra eða annarra. Auðvita er það sanngjarnt! Þeir sem eiga, eiga að fá......
Ekki halda að þeir séu á móti ,,ykkur" elskulega lágtekjulið, þeir eru bara að passa að allt sé rétt. Það á nefnilega að vera þannig að við borgum og þeir njóta. Það er kerfið sem þeir vilja og heitir: Lénsl-skipulag....þannig var það í Englandi í gamla dagq er Hrói gamli höttur var og hét í ævintýrinu.
Jamm. kannski erum við komiin með íslenskan Hróa......en auðvitað tekur það tíma fyrir þjóðina að sjá.
En í guðanna bænum ekki kenna Sjálfstæðisflokknum um neitt.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust