Hvað býr að baki?

Það er dæmalaust að hlusta á stjórnarandstöðuna og fylgjast með Ögmundi og andsettu Liljunum í Icesavemálinu.

Trúir þetta fólk virkilega að við getum bara ákveðið að greiða ekki ICESAVE og að allt verði í lagi?

Og að kjósa eigi um hvort íslenska þjóðin eigi að greiða skuldir sínar eða svíkja milliríkjasamninga, er dæmalaust rugl.

Það er of seint að ætla að greiða atkvæði um hvort borga eigi fyrir sorphirðu, þegar búið er að kasta sorpinu og öskubíllinn búinn að tæma tunnuna og löngu farinn.

Útrásarliðið kom okkur í þessi vandræði með hjálp ríkisstjórna Sjálfstæðis og Framsóknar og nú stendur sorphirðan yfir. Það er erfitt en nauðsynlegt.

Það tryggir enginn eftirá!

Hvað býr að baki málþófinu, undirskriftarsöfnuninni og neitun sumra stjórnarliða er umdeilanlegt, en þó er ljóst að það kemur okkur ekki að neinum notum. Og allt sem Ögmundur og félagar í VG eru að gera er að hjálpa til við afturkomu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.

Ögmundur ætti að sjá sóma sinn og segja sig úr flokknum, ásamt því liði sem greinilega er ekki stjórntækt og þarf sífellt að vera í fjölmiðlum, gjammandi um allt og ekkert.

Umhugsunarvert þykir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband