29.5.2009 | 13:57
Hækkanir.
Ég held að það sé alveg ljóst að þessar hækkanir muni koma illa við margan, ekki síst þá verst settu. Nú var verið að hækka tóbak um 15%, en það eru bara rúmar tvær vikur síðan tóbak hækkaði síðast, en þá kom það ekki einu sinni í fréttum. Áfengi og tóbak er eitthvað sem heimilin geta verið án, en ekki bensínið.
Hliðaráhrifin af þessu munu gera heimilum enn erfiðara fyrir. Bensínverð er hreinlega glæpsamlegt og því er haldið uppi af auðhringum sem eru í ,,algjöru" samráði. Allt tal um ,,markað" á olíu er hreinn tilbúningur og lygi. Þeir minnka og auka framleiðslu til verðstjórnunar eins og þeim sýnist og gróði olíufyrirtækjanna og olíulandanna er ævintýralegur.
Það er bilun að ríkið noti þennan lið heimilisútgjalda til að stoppa upp í fjárlagagatið. Lágmark væri að ríkið setti þá álagnigsprósentu olíufélaganna niður í leiðinni. Það er hægt með lagagerð, enda hafa olíufélögin vel efni á því. Þau hafa blóðmjölkað þjóðina áratugum saman.
Kveðja að vestan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.