Ég trúi því ,sannleiki, að sigurinn þinn...!

,,Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn...að síðustu vegina jafni; ...og þér vinn ég, konungur, það sem ég vinn, ...og því stíg ég hiklaust og vonglaður inn, ... í frelsandi framtíðar nafni".

Svo orti Þorsteinn Erlingsson í ljóðinu Brautin.

Þessar ljóðlínu eiga vel við í dag og er við göngum að kjörborðinu ættum að muna að nú er tækifærið til að tjá sig og láta þá taka við sem sagt hafa satt og hafa unnið fyrir fólkið, en hafna þeim sem staðið hafa fyrir græðgisvæðingu íslensks samfélags. 

Af þeim flokkum sem verið hafa á Alþingi undanfarin tíu ár, sýnist mér aðeins einn koma með hreinan skjöld út úr þessu, en það eru Vinstri grænir. Menn hafa hlaupið inn og út úr Frjálslyndum, svo þar þýðir ekki að setja X-ið og þeir virðast ekki hafa meðbyr, þótt Addi Kidda Gau sé að mínu mati toppmaður.

Já, ég vil að sannleikinn sigri og þjóðin fái alvöru fulltrúa fólksins í ríkisstjórn. Það er mín einlæga skoðun að VG hafi staðið vaktina og nú er tækifærið til að láta atkvæðið tala og mitt atkvæði fer á VG.

Ég ætla að flagga íslenska fánanum í dag, því ég trúi því að sannleikinn sigri.

 Kveðja að vestan. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband