7.4.2009 | 23:24
Trúið á það!
Það er ótrúlegt að hlusta á Sjálfstæðismenn á Alþingi, í útvarpi og sjónvarpi, horfa á rit þeirra á blogginu og jafnvel á Facebook. Allir eru búnir að gleyma hver á sök á hverju og kenna núvernadi ríkisstjórn um alla skapaða hluti.
Endilega haldið áfram, galið framí á Alþingi, komið í útvarpið og sjónvarpið og segið að allt sé núverandi ríkisstjórn að kenna, það sé þeim að kenna að heimilin eru í vandræðum, atvinnuleysi sé á landinu, krónan falli, að fyrirtæki fari á hausinn og heimili séu í hættu.
Trúið því og haldið áfram að prédika það, því íslenska þjóðin man ekki neitt, hún man ekki hverjir voru við stjórn er þetta allt var gert mögulegt,. hún man ekki hverjir vöruðuð við því, hún man ekki að að stjórnin sem var við völd gerði ekkert í 3 mánuði og....hún man ekki að Geri Haarde sagi að ,,Aðgerðarleysi er dyggð", enda gerði stjórnin ekkert, því það þurfti tíma til að ganga frá kjaftæðinu.
Búsáhaldabyltingin skammtaði þeim tímann. Nú eru þeir sjálfir í eins konar málþófsbyltinug til að koma í veg fyrir að búsáhaldaliðið nái því fram sem það vildi, sem er ,,lýðræði".
Já, Sjálfstæðismenn haldið áfram að trúa á það sem þið hafið gert, gleymið allri ábyrgð, sakið núverandi ríkisstjórn um ykkar mistök og farið glaðbeittir í kosningabaráttu. Öðruvísi smellið þið ekki inn í siðblindukerfið sem þið boðið.
Ekki einu sinni ræða við mig um ,,stjórnarskrána". Hana eruð þið búnir að svífyrða með þvílíkum hætti gegnum áratugi að ég nenni ekki einu sinni að ræða það.
Eða hverjir stóðu fyrir því að Jóni Sigurðssyni var ekki boðið til Íslands forðum? Hverjir vildu ,,bíða" í freslisbaráttunni? Hverjir voru harðastir gegn lífeyrissjóðum þegar þeir voru stofnaðir?
Já, haldið áfram að trúa! Trúin flytur fjöll.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.