Silfur Egils, ráðleggingar útlendinga og Steingrímur J.

Já, Silfur Egils var merkilegt að vanda. Enn á ný voru mættir útlendigar, vel menntaðir og snjallir, meira að segja ,,fyrrum útsendari" peningaaflanna sem hafði það verk að koma auðlindum þjóða sem voru í vandræðum í hendur auðhringa. Hann var ekki að skafa utan af hlutunum, heldur hélt hann því fram, eins og reyndar hinn útlendingurinn, að Ísland ætti að senda AGS (Alþj.gj.sj.) burtu úr landinu eins og skot, áður en þeir væru búnir að koma okkur í algjört þrot og ræna okkur auðlindunum. Þessir menn segjast þekkja vel til málanna og ráðleggja okkur þetta.

Ég man ekki betur en að Steingrímur J. hafi varað mjög við því að við AGS fengi að ráða hér öllu og að betra væri að ,,taka skellinn". En þá varð allt vitlaust. Sjálfstæðismenn sökuðu hann um að vilja setja landið á hausinn. Já, það er sífellt að koma betur í ljós að Steingrímur veit lengra nefi sínu, sem þó er nokkurt.

En er nokkur leið að senda AGS heim úr þessu? Það segja útlendingarnir, en hvað myndi það kosta þjóðina? Ég geri mér enga grein fyrir því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband