4.4.2009 | 00:06
Vegir á Vestfjörðum? Vil fá svör!
Vegir á Vestfjörðum eru í raun landinu til skammar. Nú er í gangi alls konar verkefni til að auka atvinnu og mig vantar að vita hvort ríkisstjórnin ætlar að setja eitthvað í það að bæta vegi á Vestfjörðum, t.d. með þverun fjarða og svo framvegis. Þarna eru vissulega tækifæri til að fjölga störfum sem eru þjóðhagslega arðbær. Ekki bara það að Vestfirðir eru ,,in" eins og sagt er, heldur geta þá venjulegir Íslendingar, t.d. Reykvíkingar líka heimsótt þetta svæði og notið þess árið um kring.
En ef ríkisstjórnin ætlar ekkert að gera í þessu, þá vil ég fá að vita það, því það gæti ráðið atkvæði mínu í kosningunum. Ef ernir og lóur eiga ráða, þá er ég kominn í vanda.
Tjáið ykkur um þessi mál, varðandi Vestfirði?
Kveðja að vestan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm, en nú er kannski tími til að fá svör. Brýr eru atvinnuskapandi, vegir og vegrið. Vil bara fá svör.
Gústaf Gústafsson, 4.4.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.