3.4.2009 | 21:32
Tveir stóðu uppúr!
Ég var að fylgjast með stjórnmálaumræðunum á RÚV í kvöld og þar stóðu þeir upp úr með tillögur um hvernig á að taka á málum, þeir Addi Kdda Gau hjá Frjálslyndum og Steingrímur J.
Ef Bjarni Ben er hrærður eins og skyr, þá er það algjörlega án sætuefna, því mikið átti hann bágt. Að mínu viti hefði Akureyringurinn verið miklu betri málsvari, enda nær fólkinu og fljótari að hugsa. Reynsla skiptir máli. En kannski á Bjarni Ben eftir að hrærast betur.
Hrifnastur er ég reyndar af tillögum Adda Kidda Gau um lausnina á greiðsluvanda heimilanna og ég er líka algjörlega sammála honum um auknar veiðar á þorski. Kannski má segja, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þessum málum séu í sömu átt, en samt eru tillögur Frjálslyndra einfaldari og auðskildari. Það ,,klingdi" hjá mér þegar Addi Kidda Gau sagði: ,, ...Og auðvitað eigum við að veiða meira af þorski".., það ætti nú hver maður að sjá sem bara hugsar (auðvelt fyrir þá sem búa úti á landi), en.....ekki er hlustað á Jón Kristjánsson fiskifræðing, sem er samt búinn að koma með nákvæmar útlistanir á öllu í þessu sambandi. En það er önnur saga og kannski pólitísk, ég veit það ekki, en maður spyr sig!
Steingrímur sýndi enn á ný að hann er meiriháttar, hræðist ekki umræður um mál og segir hreint út hvað þarf að gera, blönduð aðferð niðurskurðar og skatta. Og tók Bjarna hrærða aðeins í smá hræring, enda tilefni til, því Bjarni var greinilega ekki nógu hrærður í þessu viðtali.
Gaman að þessu öllu og verður sífellt meira spennandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.