31.3.2009 | 10:53
Vegagerð: ernir v/s öryggi
Það er með ólíkindum hvað hægt er þvæla og rugla í sambandi við náttúruvernd. Ef sú staðreynd er orðin ofaná á Íslandi að ernir sem hugsanlega eiga búsvæði á Vestfjörðum eru orðnir rétthærri en mannfólkið og öryggi þess, þá er eitthvað rosalega mikið að í kerfinu.
Ég ek þessa leið frá Patreksfirði oft á ári hverju og það er í mínum huga algjört fjorgangsatriði að þessi leið verði valin og vegur gerður, með þverunum þessara fjarða. Öryggisatriðið er svo stórt fyrir íbúa Vestfjarða að íbúar á stórborgarsvæðinu sem ekki hafa farið þetta að vetri til gera sér enga grein fyrir hvað hér um ræðir. Og hvort ernir hafi búsetu einhvers staðar á þessu svæði, þá einfaldlega flytja þeir sig til, ef þeim sýnist. Ernirnir verða ekki í neinum vandræðum með það. Og að sjálfsögðu hefur þetta einhverja röskun í för með sér meðan á framkvæmdum stendur, en það er eðlilegt og mun færast í betra horf þegar frá líður. Ef halda á landinu í byggð, hefur það einhverja röskun í för með sér.
Ég trúi því ekki að yfirvöld ætli að láta ,,hugsanlega" búsetu fugla ógna öryggi landsmanna sem aka um vestfirska vegi. Og einu má ekki gleyma, það er þjóðhagslega hagkvæmt að malbika og stytta leiðir milli staða. Fyrir utan að auka öryggi og þar með minni kosnað vegna slysa, þá sparar það fé í formi minna viðhalds bifreiða og minni eyðslu, sem og minna viðhalds á vegunum sjálfum.
Þegar um er að ræða öryggi manna í umferðinni v/s hvort fuglar þurfi hugsanlega að færa sig, sýnist með valið vera auðvelt. Og ef yfirvöld ætla sér að velja fuglana fram yfir fólkið, er nokkuð víst að óvissa með hvert atkvæðin Vestfirðinga fara eykst stórlega.
Vegarlagning kann að hafa áhrif á erni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.