Frjálslyndir og fiskveiðar, skrifa en ekki hægt að svara1

Frjálslyndir eru sem betur fer að blogga, en það eru bara sumir sem leyfa að þeim sé svarað.

Ég svara stundum Sigurjóni, enda svarar hann virðist hafa skoðanir,þó svo hann sé stanslust að kvarta yfir mannréttindabrotum Steingríms J.. eitthvað sem hann ekki gerði meðan Einar K. var við völd. Og það er ekkert skrítið, því hvert mun Sigurjón fara þegar allt fer í ,,flækju" hjá Frjálslyndum, jú hann fer heim, alveg eins og Jón Magnússon.

vVð getum verið sammála um að vera ósammála, þótt við séum oftar sammála en ósammála, því fiskveiðar eru frekar einfalt mál. Það eina sem þarf að gera er að veiða fiskinn!

Hversu mikið, hvernig á selja hann eða geyma, er svo annað mál. Þetta er eilíft mál hjá þeim sem fjárfesta, verða að skila arði til hluthafa og svo framvegis.

Það þýðir ekkert að öskra og ljúga á sjávarútvegsráðherra, sölumál íslensks sjávarútvegs batna ekkert við það, né heldur hagur Frjálslynda flokksins. Það virðist vera að þeir hafi ekkert vit á neinu nema veiðum, því þegar kemur að sölu afurðanna, virðist það bara vera eins og eitthvert púsluspil sem aðrir eigi að leysa.

En, eins og hjá kóngunum forðum, ber að taka mark á ,,fíflinu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll vertu.

Vinstri Grænir hafa ekki beitt sér gegn mesta óréttlæti Íslandsögunnar kvótakerfinu og mestu mistökum allrar síðustu aldar sem hið frjálsa framsal kvóta orsakaði fyrir land og þjóð í formi óhagkvæmni, því miður, hvorki í stjórnarandstöðu né heldur í stjórn nú.

Formaður VG hefur tjáð sig um að vera kvótaeigandi og ef það skiptir máli í þessu sambandi þá er illa komið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.3.2009 kl. 02:34

2 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Já, einu sinni átti Steingrímur kvóta, en það er liðin tíð. Addi Kidda Gau á aftur á móti ennþá kvóta. En það skiptir í raun ekki máli.

Ég er sammála þér um að VG hefur ekki beitt sér nægilega í kvötamálum. Að mínu viti ætti að fara eftir ráðleggingum Jóns Kristjánssonar fiskifræðings og nota Færeysku aðferðina. Mér sýnist að stjórnmálaflokkarnir séu einfaldlega skíthræddir við að taka á þessum málum, því miður. Og við, lýðurinn í landinu, verðum að þrýsta á um breytingar. Ég mun berjast fyrir afnámi kvótakerfisins í ræðu og riti.

Kveðja að vestan.

Gústaf Gústafsson, 28.3.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband