Svífyrðileg fréttamennska stöðvar 2 í kvöld!

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að Ögmundur Jónasson hefði kostað íslensku þjóðina jafnmikið og IceSave-ævintýrið, því hann væri í forsvari fyrir LSR, eða Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Og ekki nóg með það, heldur var Pétur Blöndal hafður fyrir þessari staðhæfingu.

Síðan var viðtal við Pétur Blöndal. Þar talaði Pétur um skuldbindingar B - sjóðs LSR og hvað það myndi kosta skattgreiðendur að standa við samning þess sjóðs, en það er eldri sjóður starfsmanna ríkisins. Pétur Blöndal var ekki að kenna Ögmundi um þessi mál.

Pétur Blöndal hefur alltaf séð ofsjónum yfir lífeyrissjóðum landsmanna og á erfitt með að taka því að ríkisstarfsmenn hafi frekar valið að tryggja sér lífeyrisréttindi en jafnframt ekki farið fram á jafn há laun og hinn almenni vinnumarkaður. Á sama tíma hafa opinberir starfsmenn krafist þess að ríkið myndi tryggja lífeyrinn. Ekki ósanngjörn krafa í ljósi þess sem hefur gerst.

Hvað er ósanngjarnt við það að krefjast ríkisábyrgðar á því, að í stað þess að fá jafn mikla launahækkun og almenni vinnumarkaðurinn, að ríkið tryggi að það sem greitt er í líferissjóðinn verði til staðar og greitt út að lokinni starfsævinni og að ríkið tryggi þar með að ekki verði svindlað á fólki?

Er það Ögmundi að kenna, eða þakka? Ef minni mitt er ekki gjörsamlega horfið, var þessi lífeyrissjóður stofnaður áður en Ögmundur varð formaður BSRB. Og eitt er alveg eðal-ljóst: Ögmundur stjórnaði ekki ávöxtunaraðferðum LSR.

Lendir það á skattborgurum að ríkið tryggi slíkan sjóð? Já, það lendir á ríkinu, en muna verður að ríkið er búið að spara sér kauphækkanamismuninn til sama fólks í 50 ár.

Það lenda allar launagreiðslur ríkisins á skattborgurum og það vita allir! Við erum ríkið. Og hvað, á þá bara að reka alla ríkisstarfmenn?

Hvílíkt endemis rugl! Ég held að þessi sjónvarpsstöð verði að fara að skoða á hvað leið hún er.

Ég hef áður bloggað um lífeyrissjóðina, fjárfestingaaðferðir þeirra og hvernig hægt var að tryggja að ekki færi svona. En það var annað blogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband