27.3.2009 | 14:49
Eignaskattur eða stóreignaskattur!
Tekjustofnum ríkisins hafur jafnt og þétt verið að fækka undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, en á sama tíma hefur báknið þanist út. Arðbær fyritæki, sem skiluðu miljörðum á miljarða ofan hafa verið seld fyrir slikk til einkavina, en það hefur haft í för með sér dýrari þjónustu. Og fyrir okkur sem búum úti á landi hefur þetta einnig þýtt minni þjónustu. Það er að vísu skiljanlegt að einkafyrirtæki reyni að ,,þjappa" saman og minnka kostnaðarliði, en það er allt á kostnað neytandans, sem borgar meira fyrir minni þjónustu. Síðan hafa mörg þessara fyrirtækja, hvar reksturinn átti að batna svo mikið við einkavæðinguna, komist í rekstrarvanda og ramba nú á barmi gjaldþrots. Mér er Síminn efstur í huga, fyrirtæki sem skilaði miklum hagnaði í ríkiskassann. Þar virðast málin vera farin úr ,,þokkalegu" yfir í ,,slæmt" ástand og neytendur fá sífellt nýjan glaðning í formi alls kyns gjalda. Stutt virðist vera í óefnið á þeim bænum.
Já, útrásarvíkingarnir komu, tóku og fóru svo með dótið til útlanda og svo fór allt á rassinn, eins og allir vita og nú þarf ríkisstjóður að borga og borga og borga. Og einhvers staðar frá verða peningarnir að koma til að byggja upp á nýtt og greiða lánin. En tekjustofnum hefur fækkað, eins og ég áður reit og það er Sjálfstæðisflokknum að þakka.
Hvað er til ráða? Já, VG er að pæla í stóreignaskatti og ég sé ekkert athugavert við það. Þeir sem eiga ,,stóreignir" hafa efni á því að greiða af því skatta.
Ef hins vegar á að fara leggja á ,,hefðbundinn" eignaskatt á íbúðarhúsnæði venjulegra Íslendinga er ég því algjörlega andvígur og tel að slíkt væri eins og að berja liggjandi mann. Nóg er nú samt.
Ég trúi ekki að hann Steingrímur minn fari að skella slíku á landsmenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.