Ávöxtun lífeyrissjóðanna!

Ávöxtun peninga í lífeyrisstjóðum landsmanna á að vera að lágmarki 3.5% svo þeir geti staðið við skuldbindingar sínar. Á síðustu árum hefur hún einungis verið um 1,7% að jafnaði.

Hvernig má þetta vera?

Með einföldum útreikningi innláns- og útlánavaxta og verðtryggingar ættu stjórnendur lífeyrissjóðanna að geta staðið undir þessum væntingum og valið þá leið sem tryggir þetta. En nei, þeir hafa í gegnum undanfarin ár valið ávöxtunarleiðir sem fela í sér alls kyns fjárfestingar í alls kyns félögum, bæði innanlands og erlendis. Hvernig stendur á því? Hverjir eru að ráðleggja þessum mönnum? Skyldi það vera ,,sýn atvinnurekendanna" í stjórnum lífeyrissjóðanna sem hefur ráðið ávöxtunarleiðunum? Svolítið hræddur er ég um það, því þeir hafa gegnum árin talað um ,,lata peninga" ,,peninga sem enginn á" o.s.frv. og að þessa peninga verði að ,,virkja" í þágu atvinnulífsins. Og þetta hafa þeir nú gert með alls konar fjárfestingum sem hafa nú tapast.

Allt er þetta leikur á kostnað þeirra sem í sjóðina borga og vænta lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. Það er erfitt að koma auga á réttlætingu þess að stjórnarmenn fái háar launagreiðslur fyrir að kasta peningum lífeyrisþega í sjóði útrásarvíkinga á Tortóla. Eða hvert fóru peningarnir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband