Tillitsemi og varkárni er útfærð sem ,,dugleysi".

Já, nú er Ragnheiður Ríkharðsdóttir farin að saka Ögmund Jónasson um dugleysi, af því hann vill ekki skera niður ,,í anda" frjálshyggjunnar. Hún vill fá tillögur ekki seinna en strax, en af því vinnubrögð Ömundar eru Sjálfstæðismönnum algjörlega framandi, þ.e. að hafa heilbrigðisstofnanir og starfsfólk þess með í ráðum um hvernig málum verður best fyrir komið, þá skilur hún ekki að hlutirnir taki smá tíma. Það var auðvelt hjá forvera Ögmundar, samflokksmanni Ragnheiðar, að ákveða bara að leggja niður stofnanir með einu pennastriki og skella öllum kosnaði af heilbrigðiskerfinu á sjúklingana sjálfa og segja upp starfsfólki og afhenda vinum sínum á suðurnesjum hluta af kökunni og einkavæða dótið. Hann hafði ekki áhyggjur af sjúklingum eða starfsfólki. Öllu skipti að skera niður í heilbrigðiskerfinu svo hægt væri að einkavæða það. En það vill ríkisstjórnin ekki. Ekki þessi ríkisstjórn.

Já, það veldur Ragnheiði heilabrotum að nýjar aðferðir við niðurskurðinn skuli vera viðhafðar, en hún verður að passa sig á að láta ekki flokksbræður hennar búa til nýjan ,,Halldór Blöndal" úr henni, en honum beyttu þeir til ýmissa hluta á Alþingi, hluta sem þeir vildu ekki gera sjálfir. En það munu þeir reyna af því að hún er ekki hrædd við að tjá sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband