23.3.2009 | 14:49
Atvinnuleysið, böl heimilanna!
Það er ljóst að atvinnuleysi er mesta böl sem riðið getur yfir foreldra og brauðvinnendur. Það er eitthvað sem stjórnvöld á hverjum tíma reyna ávallt að koma í veg fyrir. En það ríður nú yfir samfélagið. Því er sök þeirra mikil sem hafa sett íslenskt samfélag á hausinn og rænt þjóðina.
Nýjast áfallið er SPRON. Ég hef fylgst með umræðunni og finnst skrítið að kenna viðskiptaráðherra um að starfsfólki hafi ekki verið tjáð um hvað væri í bígerð.
Hvað með stjórn SPRON sem er búin að vita þetta í marga mánuði?
Það er undarlegt ef millistjórnendur og yfirmenn bankans hafa ekki vitað hvert stefndi. Enda trúi ég því ekki. Hins vegar er ljóst að þetta finnst hægrimönnum tilvalið tækifæri til þess að ráðast að stjórninni.
En hvernig stóðu þeir sjálfir að málum með hina bankana. Ekki voru þeir að láta starfsfólkið vita að allt væri fallið. Nei, en það var í lagi af því að það voru þeirra menn sem þar áttu í hlut.
Ég held hins vegar að erfitt sé um vik í báðum tilfellum, því þessir hlutir eru að gerast um helgar í bæði skiptin og ekki við yfirvöld að sakast þegar svona gerist. Nær væri að kenna stjórnendum bankanna um þessa hliðina, því þeirra er sökin, vitneskjan og mannfyrirlitningin.
Kveðja að vestan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.