20.3.2009 | 19:31
Lækkandi álverð, hver borgar?
Nú hefur ál-verð farið lækkandi um nokkurt skeið. Þetta þýðir að ál-verin greiða minna fyrir raforkuna til orkufyrirtækjanna, sem þó var á undirverði fyrir lækkunina, vegna þess að samningar álveranna um orkuverð er beintengt söluverði á áli.
Niðurstaðan er því sú, að Íslendingar borga mismuninn í enn meira mæli en var fyrir, enda þrusast nú raforkuverð til heimila og fyrirtækja á Íslandi upp úr öllu valdi. Og eftir hina ótrúlegu ráðstöfun Valgerðar Sverrisdóttur fyrrverandi iðnaðarráðherra, að búa til milliliði sem sjá um dreifingu, þá hefur á síðasta ári verið smá hækkun á raforkunni allt árið. Hjá okkur fyrir vestan hefur þetta verið að ,,aurast" upp á við á hvert kílówatt í hverjum mánuði, en núna kom sérstök hækkun vegna ,,skyndilegs" kosnaðarauka vegna dreifingar, þó svo það sé í raun sama fyrirtækið sem sér áfram um dreifinguna.
Kostnaðarauki vegna dreifingar! Hvað gerðist, þarf allt í einu meiri orku til að koma rafmagninu gegnum línurnar frá Mjólká? Ekki eins og þetta fyrirtæki geti státað af stöðugleika, því rafmagnið dettur út að meðaltali þrisvar í mánuði yfir vetrartímann á Vestfjörðum. Og fyrir utan það, þá erum við fyrir löngu búin að borga þessa virkjun í topp. Rafmagnið ætti því ekki að kosta meira en sem nemur viðhaldi og dreifingarkostnaði. En það er nú öðru nær.
Já, það er alltaf sótt beint í budduna hjá almenningi, sama hvort bankarnir hafa gert í brækurnar, eða hvort krónan lækkar, eða þensla eykst, eða útflutningsverð á áli lækkar, alltaf eru samningarnir þannig að við borgum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.