Þúsund þorskar á færibandinu færast nær!

Já, manni detta náttúrulega strax í hug hinar mögnuðu línur í laginu hans Bubba, Ísbjarnarblús, við fréttirnar um Granda (var Ísbjörninn ekki í sama húsi?). Þetta er makalaus ósvífni og að hlusta svo á stjórnarformanninn, staddann í Chile, stama einhverju bulli út úr sér í gegnum síma, um kostnað lána o.fl.  Hverju skiptir slíkt þegar starfsfólk var að gefa fyrirtækinu frest á kauphækkunum af því það væri svo erfitt í rekstrinum. Varla þegar hægt er að greiða út arð, sem hefði dugað fyrir áðurnefndum kauphækkunum í 8 ár.

Nú held ég að starfsfólkið ætti að kyrja einum rómi: ,,Ég ætla, aldrei, aldrei, aldrei aftur að vinna í Grandanum!", sem er náttúrulega hæfileg refsing á þrjótana sem stjórna þarna. En það er erfitt þegar atvinnuleysi er annars vegar.

En eitt er ljóst: Óbermin eru eins, hvort sem þau stjórna banka eða útgerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband