Lygi í boði framsóknar!

Nú koma fyrrum Framsóknarmenn fram í fjölmiðlum og aðrir skrifa blogg hvar þeir skrökva blákalt á VG alls kyns rugli, eins og því að Jón Bjarnason hafi komið í veg fyrir að aðrir frambjóðendur VG hefðu aðgang að kjörskrám í NV kjördæmi.  

Það er ljóst að nú nálgast kosningar, en ef þetta er það málefnalegasta sem þeir komast, býð ég ekki í framhaldið. Það er einhver hrikaleg röksemdarfjarlægðar-árátta sem hrjáir suma, er þeir fara alltaf út í að líkja VG við gömlu austantjaldslöndin og einræðisherrana sem þar ríktu, Norður Kóreu og bilunina sem þar ríkir og Kúbu, þar sem tíminn stóð í stað.  Allir sem eitthvað vita í pólitík vita að þarna ríkti ekkert sem heimfæra má á sósíalisma. Þarna var ofbeldi í skjóli hernaðarmáttar.

Þetta væri svipað og ef einhverjir andstæðingar hægrimanna skorti rök og færu því að líkja hægrimönnum á Íslandi við Nazista, eða Pinochet í S - Ameríku eða aðra glæpamenn sem ríkt hafa í nafni hægristefnu. Þarna var sama uppi á teningnum, ofbeldi í skjóli hernaðar og þarna ríkti ekkert sem heimfæri má á kapítalisma.

Þetta eru röksemdafærslur sem ekki eiga heima í nútímastjórnmálum á Íslandi og lýsir best hugsanaþurrð þeirra sem svona skrifa eða tala.   

Það að Jón Bjarnason fékk svona góða kosningu er að hann hefur unnið vel og af heilindum fyrir Ísland og sitt kjördæmi og er því mjög þekktur í sínu kjördæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband