15.3.2009 | 14:38
Ánægður með Jón, en er líka skotinn í Grími!
Nú eru úrslitin í forvali flokkanna óðum að koma í ljós. Ýmislegt er að gerast, sumum hafnað og aðrir njóta trausts eins og gengur.
Hvað endurnýjun á þing varðar, þá er það nú svo að ef mið er tekið af síðustu kosningum og þeim sem í hönd fara nú, er ljóst að næstum helmingi þingmanna er skipt út á þessum tveimur árum og ég er ekki viss um að meiri mannabreytingar hefðu neitt gott í för með sér.
Persónulega er ég ánægður með að Jón Bjarnason er í forystu VG í Norðvesturkjördæmi, en ég verð að viðurkenna að ég var svolítið skotinn í þeirri hugmynd að fá Grím í annað sætið. Ég held að hann hefði blásið nýjum vindum um sali Alþingis.
En svona fór um sjóferð þá.
Kveðja að vestan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.