12.3.2009 | 14:28
Alþingismenn og eigin atvinnurekstur = vafasöm tenging!!!!
Í gamla daga vann ég skattstofunni í Reykjavík um tíma. Þar var sú regla að maður mátti ekki eiga fyrirtæki eða vera í stjórn fyrirtækja ef maður ætlaði að vinna þar við endurskoðun eða rannsóknir á skattskýrslum. Mér fannst þetta skrýtið í byrjun, en sá svo auðvitað ljósið, að ekki færi saman að eiga fyrirtæki og vera kannski að rannsaka eða fara yfir / endurskoða skattskýrslur þess fyrirtækis sem maður tengdist.
Því finnst mér það vafasamt að Alþingismenn geti átt og/eða verið í stjórnum fyrirtækja og verið á sama tíma að semja og samþykkja lög á hinu há Alþingi um starfsumhverfi sömu fyrirtækja, m.a. skattalög, lög um arðgreiðslur, varasjóði o.fl.
Þarna eru greinilegir hagsmunaárekstrar. Það hefur líka sýnt sig, að margt virðist vafasamt í tengingum sumra Alþingismanna við fyrirtæki, svo ekki sé nú minnst á maka. En þetta eins og svo margt er vandmeðfarið og þarna eru ,,sálir" á ferðinni og ,,aðgát skal höfð í nærveru sálar" og því ber að fara varlega. En alla svona hluti á að reyna að fyrirbyggja, þ.e. að tengsl Alþingismanna við atvinnurekstur séu ekki með þeim hætti að það dragi úr trúverðugleika þeirra.
En er eitthvað óeðlilegt að gera þá kröfu að Alþingismenn hafi þá atvinnu eina að vera Alþingismenn, þ.e. að semja lög, ræða um lög og reglur og virða og fara eftir og vernda stjórnarskrána?
Hvað meira þurfa þeir? Ef þeir þurfa eða vilja meira, eiga þeir bara að fá sér aðra vinnu. Það er einfalt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.