10.3.2009 | 09:24
Eftirálausnir.
Nú fara Sjálfstæðismenn mikinn á Alþingi, eru með málþóf og heimta skýringar og lausnir á málum.
Þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því þeir voru í stjórn fyrir hrun, á meðan hrundi og eftir hrun og gerðu nákvæmlega ekkert. Þeir segjast hafa verið tilbúnir með ýmis frumvörp, en þeir lögðu þau ekki fram og höfðu þó til þess 3 mánuði. Það er lengri tími en núverandi ríkisstjórn hefur fram að kosningum.
Vel má vera að t.d. Einari K. hafi ekki fundist starfið í sjávarútvegsráðuneytinu erfitt (eins og hann ásakar Steingrím J. um að væla um), enda gerði hann nákvæmlega ekkert, nema að leyfa hvalveiðar daginn áður en hann fór úr embætti. Hann var kosinn á þing af Vestfirðingum með það loforð í vasanum að berjast fyrir breyttu kvótakerfi, en eftir að hann kom á þing heyrðist ekki boffs í honum um það. Sama hvað hann segir nú!
Já, nú heimtar hann aðgerðir á ýmsum sviðum, er með lausnir og tillögur, eins og aðrir Sjálfstæðismenn, en það er eins með lausnirnar og tryggingarnar að þær virka ekki eftirá!
Þess vegna ættu Sjálfstæðismenn að sjá sóma sinn í þvi að styðja þau góðu mál (þær lausnir) sem ríkisstjórnin er að reyna að koma í gegn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.