Steingrímur rólegur, alveg salla rólegur1

Mér finnst svo skondið að hvað það fer í taugarnar á hægrimönnum að Steingrímur skuli ekki slíta samningnum við Alþjóða gjaldeyrisstjóðinn.

Steingrímur er ekki einn í ríkisstjórn. Þó svo VG hafi gert athugasemdir við þann samning og verið á móti því að sú leið yrði valin fyrst, þýðir það ekki að þeir ætlist til þess að samningnum verði rift. Hins vegar er ekkert athugavert við að reynt verði að ná betri samningum við þetta apparat. Það er jú altént Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem heimtar háa stýrivexti og ætlar með því alveg að drepa íslensk fyrirtæki og heimili.

Hver græðir á háum stýrivöxtum?

Jú, þeir sem eiga peninga í bönkum. Og hverjir eiga peninga í bönkum?

Ekki almenningur á Íslandi, því útrásarvíkingarnir hirtu það allt og skelltu þjóðinni á afturendann, enda var lagaumgjörðin hönnuð í þeirra þágu. Og hverjir sömdu lögin? Þeir sem réðu síðustu 18 ár.

Það er með ólíkindum að hægrimenn hafi á móti því að Steingrímur semji við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Enda hafa þeir ekkert á móti því í raun, þeir eru bara svekktir yfir því hvað hann er snjall. 

Hann breytti ekki ákvörðun Einars K. um hvalveiðar, en setti fyrirvara og ætlar að ná betri samningum við gjaldeyrissjóðinn. 

Er þetta ekki nákvæmlega það sem þarf við núverandi aðstæður?

Það fer ótrúlega í taugarnar á hægrimönnum að Steingrímur er rólegur og yfirvegaður í sínum ákvörðunum. Þeir bjuggust jú ekki við því, er það?

Og þannig eru nú flestir ráðherrar VG, alveg salla rólegir og vinna og vinna og taka á málum og koma hlutum í framkvæmd. Svo mikið, að enginn verður var við Össur og varla virðist Samfylkingin vera í þessari ríkisstjórn, nema Jóhanna, enda er hún náttúrulega svo samfélagslega sinnuð að það jaðrar við VG.

En það telst að sjálfsögðu henni til tekna. Og feginn er ég að ,,hennar tími kom" og það á hárréttum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Sammála, virðist mjög rólegur og einbeittur.

Davíð Löve., 26.2.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband