Partý prímatanna!

Nú er Mogginn farinn í hendur ,,einhverra sem eiga peninga". Ekki erlendra aðila, en líklega komnir í hendur íhaldsamra aðila, eins og nýi eigandinn lýsti yfir. Erlendir fjárfestar eru byrjaðir að mæta til landsins til að skoða uppboðshaugana, en innlendir aðilar, í hverra umboði maður ekki veit, láta ekki að sér hæða.

Mogginn var seldur hlutafélagi með skrítnu nafni. Forsvarsmaður þess félags mætti í viðtal í sjónvarpið í kvöld.

Hann er að mínu viti, ásamt mörgum öðrum, meðal annars erlendir fjárfestar, einn af þeim sem eiga fast boð í partý prímatanna, en það er einhvers konar félagsskapur sem á eitt sameiginlegt, en það eru peningar. Þar gildir lögmál peninganna og ekkert annað skiptir máli. Ég samdi fyrir einu og hálfu ári lítið ljóð sem ég kalla Partý og er um nákvæmlega þetta.

Í partýi prímatanna

eru pælandi aurasálir einir gesta.

Í partýi prímatanna

er flæðandi andlaus peningavelta

Í partýi prímatanna

mega þeir ríkustu einir gelta.

 

Í partýi prímatanna

eru verðleikar settir á ís.

Í partýi prímatanna

eru þjóðir settar á hausinn.

Í partýi prímatanna

er tilfinningasnauð per exelans.

 

Í partýi prímatanna

eru plön um gereyðingu.

Í partýi prímatanna

er perulagað svartnætti.

Í partýi prímatanna

er reykur frá bönnuðum vindlum.

 

Í partýi prímatanna

sitja prúðbúnir þrælar egósins.

Í partýi prímatanna

er fróun óþarfans í algleymi.

.....Og  partý prímatanna

er leynilegt.

Þannig fannst mér það þá og þannig finnst mér það nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband