26.2.2009 | 14:42
Utan flokka, skipta um flokk, hætta, kenna öðrum um!
Það hver stórfréttin á fætur annarri, annan hvern klukkutíma.
Nú er Kristinn H. Gunnarsson búinn að segja sig úr Frjálslyndaflokknum og er nú utan flokka fram að næstu kosningum. Eitthvað segir mér að hann ætli að bjóða sig fram í hinum nýja flokki með Bjarna Harðarsyni. Hann klikkar ekki á því að vera óþekkur og óútreiknanlegur, þó svo ég hafi numið í nokkrum ræðum hans undanfarið að eitthvað væri í bígerð. Kiddi er alltaf hressilegur! Vonandi ýtir Bjarni Harðar ekki aftur á ,,send" í tölvunni fyrr en hann er búinn að ákveða hverjum hann ætlar að senda ,,leynipóstinn".
Og Árni Matthíesen að hætta. Já, það eru líka tíðindi, en fyrir mig skiptir það minna máli.
Og svo er það nú rúsínan í pylsuendanum, er Höskuldur stígur í pontu á Alþingi og kennir ,,deilum um völd á Alþingi" um hrunið. Annað hvort er hann í meiri háttar afneitun, eða þá að einhvers konar Alzheimers hefur tekið sér tímabundna bólfestu í honum. Allir sem það vilja, vita að Framsókn átti risaþátt í því að koma okkur á kaldann klakann með sinni ofur-hægristefnu og hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna og allri lagaumgjörð sem að því laut.
Já, maður bíður spenntur næstu frétta af Alþingismönnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.