26.2.2009 | 09:08
Heimilin eiga að vera friðhelg!
Af öllu því sem Davíð Oddson sagði í Kastljóssþættinum, en sumt af því var nú ansi merkilegt, þá hjó það mig mest að maðurinn fái ekki frið á heimili sínu. Erum við svo skyni skroppnir Íslendingar að við erum farin að ráðast að heimilum fólks. Að mínu viti er ekkert sem afsakar slíka hegðun.
Það er eitt að vera pólitískur andstæðingur einhvers og ræða málin, jafnvel mótmæla, en að ráðast að heimili einhvers, hvort sem það eru þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja eða stofnana, er óafsakanlegt og hreint út sagt viðbjóðslegt. Heimili manns er friðhelgt. Líka Davíðs Oddsonar!
Ég hvet alla Íslendinga til að sameinast um að fordæma slíkt athæfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.