24.2.2009 | 09:08
Tímasetningin hrein snilld!
Þegar maður skoðar nefndir Alþingis og hverjir sitja í þeim, verður maður að viðurkenna að tímasetning Jóns Magnússonar (í viðskeiptanefnd) með að fara í Sjálfstæðisflokkinn var náttúrulega snilld. Með því þurfti ekki nema einn til að stöðva Seðlabankafrumvarpið. Og þá hlaut næsta skref að vera að ná a.m.k. öðrum Framsóknarmanninum yfir á hægrihliðina. Og Höskuldur var greinilega sá sem beit á agnið, því annars hefðu Sjálfstæðismenn ekki lagt fram tillöguna um að fresta þriðju umræðu þar til nefndarálit Evrópusambandsins bærist. Eins og það sé eitthvert aðal atriði.
Og það verð ég að segja að ekki var málflutningur Höskuldar í Kastljósinu upp á marga fiska. Það var næstum eins og kamel-ljónið Finnur Ingólfsson væri mættur á svæðið. Maður fékka bara hroll.
En tímasetningin hjá þeim Jóni og Höskuldi er snilld og getur orðið til þess að allt fari upp í loft, ríkisstjórnin ráði ekki við að koma málum í gegn og Davíð sitji áfram. Nú vantar ekkert nema að Höskuldur segi sig úr Framsóknarflokknum og skoppi yfir í Sjálfstæðisflokkinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.