21.2.2009 | 01:22
Gullmolar græðginnar!
Gullmolum græðginnar eru engin takmörk sett. Hvort sem á að kaupa eða selja.
Búandi úti á landi verður maður ,,aldeilis" var við hækkanir á ,,öllu", sama hvað það er. Það sem kostaði mig 6.000 fyrir jól, kostar nú 10.000.
Í dag er ástandið nákvæmlega eins og þegar núllin voru tekin af krónunni. Það sem kostaði þá 150 krónur, kostaði bara 3 krónur eftir breytinguna. Og neytendur syntu ánægðir um kaupmmanna- og /eða bankaheiminn, haldandi að nú væri allt í lagi. ASÍ fattaði ekki málið, foretinn sagði ekkert, stjórnarandstaðan gat ekkert, búsáhaldabyltingnin var ekki fædd. Ekkert gerðist nema að við bara borguðum það sem upp var sett.
Hey, enda var allt í lagi, ein íslensk króna, var jöfn einni danskri. En það var á síðustu öld!
Þá sögðu yfirvold að ef allt yrði sem ætlað væri, myndi .......og ef.......myndi......allt verða eins eftir 10 ár.
hHað þýddi breytingin? 150 krónur hefði átt að vera 1,50 krónur, en varð að 3 krónum, eða 300 gömlum krónum, þ,.e 100% hækkun. En af því að núllin fóru, þá fattaði enginn hvað var í gangi.
Nú er aðferðin önnur. Við erum aftir rænd í björtu, en með annarri aðferð og okkur talin trú um að það sé eitthvað sem við verðum að láta yfir okkur ganga og að við höfum jafnvel stuðlað að því, tekið þátt í því, að því að við tókum lán, frömdum viðskipti, reyndum að vera til.
Nei, takk.
Ekki þá, ekki nú!
Allar röksemdir sem kenna almenningi um, eru lygi. Það er svo einfalt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:37 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.