Lítið leggst fyrir kappann!

Leggst nú lítið fyrir Vilhjálm Egilsson.

Allar viðvörunarbjöllur hringdu hjá mér þegar RÚV sýndi viðtal við kappann í kvöld. Þar næstum heimtaði hann að erlendir kröfuhafar fengju íslensku bankana upp í krófurnar, þó svo það sé búið að færa fyrir því gild rök,  að því lengur sem við þraukum og borgum af lánum, því verðmeiri verða bankarnir, eignir þeirra erlendis og möguleikarnir til að standast kreppuna og komast út úr henni án þess að íslenska þjóðin gjaldi þess í hæsta máta.

Rök hans um að okkur vanti erlendan gjaldeyri til innflutnings í framtíðinni standast engan veginn. Í fyrsta lagi er til ,,gomma” af gjaldeyri í Seðlabanka Davíðs Oddssonar sem hægt er að beita ef í harðbakka slær. Í annan stað er eina leiðin til að við verðum virt viðlits í viðskiptaheiminum, að við séum hörð í horn að taka, gerum kröfur sjálfum okkar til handa, kröfur sem sýna fram á að við gerum okkur grein fyrir hver staða okkar er, staða viðsemjenda okkar er og að við viljum greiða það sem okkur ber, en ekki það sem okkur ber ekki að greiða.

Enginn ber virðingu fyrir þeim sem láta kúga sig og borga annarra skuldir. Trúverðugleiki Íslands er farinn fyrir sukk nokkurra uppriðla sem bæði Davið Oddsson, Hannes Hómsteinn, Halldór Ásgríms, Ólafur Ragnar og allur Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann lagði sig studdi, þar á meðal Vilhjálmur Egilsson. Undanskilinn er þó Pétur Blöndal sem stundum röflaði, enda er hann óþekki sjálfstæðismaðurinn. Reyndar sá eini sem virðist sjálfstæður, nema honum sé att á forina eins og Halldóri nokkrum Blöndal, fyrrverandi forseta Alþingis, sem reglulega var beitt í alls kyns rugli, þegar þurfti að leiða athyglina frá því sem stjórnin var að gera.

Við eigum ekki að semja frá okkur hlutina, heldur eigum við að gera kröfur um sanngirni og  meðfærni, sem hentar íslensku þjóðinni nákvæmlega núna. Okkar verðmæti er okkar eigið mat og við verðum að gera þá kröfu til þeirra sem semja fyrir okkar hönd að þeir telji Ísland, Íslendinga og framtíðina þess virði að semja.

Það þýðir ekki einangrun, eins og sumir eru að gera skóna. Heldur að við gerum kröfur til tilvistar, réttar og viðurkenningar.

Heimsklúbbur prímatanna sem gerir atlögu að íslensku þjóðinni nú veit þetta vel. Þeir bara trúa ekki að partýið sé búið. Og þeim er sagt af meðlimum íslenskudeildar alþjóðlega prímataklúbbsins að þetta sé ekki búið, heldur verði að láta tímann líða, því þetta muni lagast. Og þeir hafa rétt fyrir sér, eins og skoðanakannanir sýna.. Enda er nú svo komið að Vilhjálmur Egilsson, forsprakki andvinnurekenda minnist ekki lengur á stýrivexti, heldur er nú aðalatriðið að koma bönkunum í einkaeigu erlendra aðila.

Hvernig stendur á því?    Hmmmmm...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband