Réttlæti Hannesar!

Það er makalaust að lesa nýjustu skrif Hannesar Hólmsteins, þar sem hann reynir að grafa undan Jóhönnu og Có.

Vissulega fékk Jóhanna dóm, þ.e. verknaður hennar var talinn fara á skjön við góða stjórnsýslu vegna of stutts andmælaréttar. Vissulega átti andmælatíminn að vera lengri, en launakröfurnar sem gerðar voru stóðust ekki sanngirnismat, og að lokum sparaði Jóhanna ríkinu helling af peningum með þessu.

En það var nú þannig með Geir og Halldór Ásgríms fyrir nokkrum árum, að þeirra athafnir varðandi sölu á Íslenskum aðalverktökum voru dæmdar ólöglegar af Hæstarétti. Ekkert heyrðist þá í Hannesi, né báru þeir neina ábyrgð ráðherrarnir, Geir þáverandi dómsmálaráðherra og Halldór þáverandi utanríkisráðherra. Þeir bara sátu og þögðu þunnu hljóði.

Hvað varðar Ólaf forseta, er bara gaman að fylgjast með Hannesi og öðrum fyrrverandi stuttbuxnapeyjum Sjálfstæðisflokksins æsa sig. Persónulega finnst mér að Ólafur ætti ekki að tjá sig jafn mikið og hann gerir um ýmsa hluti, en svona er hann bara þessi forseti okkar.

En ein bestu skemmtun vetrarins er myndbandið með Hannesi Hólmsteini þar sem hann útlistar útrásinu fyrir tveimur stelpuspyrlum á Stöð 2, hvar hann dásamar útrásina og yfirtöku frjálshyggjunnar á ,,lötu fé" sem enginn á, eins og hann orðar það, t.d. lífeyrirsjóðunum. Þar skaut hann sig og alla sína ofurfrjálshyggjufylgjendur í fótinn. Og hann endar á því að segja: ,,Og svo fóru þeir með allt þetta fé í úr landi", og brosti eins og sæt sveitapía sem hefur lokið mjöltum. LoL

Alltaf gaman að Hannesi. Hann er spes. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hannes er Frjálshyggju-prumpari!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 20.2.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband