Frostbitnar alþýðukinnar.

Nú skiptast á miskaldir frostakaflar, hvar allt frýs og verður ofurhált svo göngutúrar eru næstum óhugsandi. Næstum, segi ég, því maður getur náttúrulega klætt af sér kuldann, en það er alltaf svolítið erfitt að klæða af sér hálkuna. Því verður maður að fara varlega og athuga hvert spor, því ekki vill maður ,,ganga fótbrotinn á báðum heim“, eins karlinn sagði um árið.

Já, það er frost á landinu, frost í efnahagsmálunum, frost í stjórnmálunum og frost í sölu fiskafurða erlendis. Það er því erfitt að vera ,,ferskur“ í slíku árferði. En nú er svo komið að landsins lýður er búnn að fá nóg af frosthömlum alls konar og heimtar ferska pólítíkusa, ferska og jafnvel nýja banka, ferskan seðlabankastjóra, nýjan og ferskan forseta, nýja og ferska aðferðafræði við kosningar og nýjan og ferskan gjaldmiðil.

Ástæðan vegna þess að flokkarnir eru algjörlega frosnir í sínu gamalgróna fari, seðlabankastjórinn frosinn í fortíðarstólnum, gegni krónunnar í djúpflotsfrysti, bankarnir frostsprungnir niður í mínus 1000 milljarða, orðagjálfur forsetans hefur breyst í undarlega íspinna sem fara óþýddir og misskildir til útlanda og kjörseðlarnir eru klakabundnir við gamla frambjóðendur, hverra þor virðist hafa frosið fast í forfeðrum þeirra á landnámsöld.

En til þess að þetta geti breyst þarf þíðu, eina alls herjar frostleysu, bæði í samskiptum stjórnvalda við al-,,þýðu“ manna, flokkanna við kjósendur, foretans við Dorrit, sendiherra og erlenda fréttamenn og bankanna við fyrirtæki. Og þegar allt þetta hefur gerst, getur al-þýðan valið sér Al-þingismenn. Þá fá kannski Al-þingismenn hinir nýju að vinna að framtíð lands og þjóðar með velþóknun al-mennings. En eins og sést á upptalningunni þarf töluvert til að þetta geti orðið.  Fer ekki bráðum að vora?

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gústaf Gústafsson
Gústaf Gústafsson
Áhugamaður um stjórnmál, tónlist, íþróttir og heiminn almennt.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband