Færsluflokkur: Bloggar
18.2.2009 | 12:03
Hendur fram úr ermum!
Nú er rúmur hálfur mánuður liðinn síðan nýja stjórnin tók við. Mikið er búið að ganga á.
Nýja stjórnarandstaðan er með alls kyns athugasemdir, eins og stjórnarandstöður eiga að gera, en þeirra gagnrýni felst helst í því að saka stjórnina um leynd og ósannindi og að þeir eigi í raun þessi frumvörp sem verið er að leggja fram.
Þetta kemur manni spánskt fyrir sjónir.
Hvað máli skiptir hvaðan gott kemur? Það ætti að vera auðvelt fyrir þingmenn að sameinast um að samþykkja frumvörpin (sem þeir segjast eiga) hratt og vel, þó að sjálfsögðu þurfi kannski að lagfæra og betrumbæta ýmislegt í meðferð nefnda.
Nú er þess allt í einu krafist að allt komi í einni svipan, en fyrri ríkisstjórn hafði nægan tíma til að gera eitthvað, en þess sást ekki stað. Þeir lögðu þessi frumvörp ekki fram.
Til þess ber auðvitað að líta að mál þarfnast undirbúnings og þessi stjórn er ekki búin að vera lengi við völd. Hins vegar er ljóst að mörg mál eru nú að sjá dagsins ljós, mál sem eiga eftir að koma almenningi og fyrirtækjum til góða og geta vonandi orðið til þess að fjölskyldur missi ekki húsnæðið og að bankar og fyrirtæki geti farið að starfa eðlilega.
Mér sýnist þessi stjórn láta verkin tala, hvar fyrri stjórn lét ekkert tala nema aðgerðaleysið að því er virtist. Alla vega er alveg ljóst að fyrri stjórn tókst ekki að róa þjóðina og fullvissa hana um að verð væri að vinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar