28.3.2009 | 02:42
Fyndnasta samkoma ....ever...!
Fyndnasta samkoma sem ég hef ennþá séð er landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Fannst samt ofsa fyndið að horfa á Vinstri Græna,.
Er útkoman ákveðin? Já, nákvæmlega!
Bjarni Ben verður formaðuir, Þorgerður verður vara-formaður, enda ekki neitt annað hægt þar sem hún er kona, akureyringurinn verður samt ferlega ánægður með að hafa þorað o.s.frv.
Klíkan hefur aftur náð völdum. En Þorgerður Katrín verður að vera stillt, enda mun hún hlýða, því það er ekki búið að rannsaka bankamálin.
Jamm, Ben-ættin nær völdum aftur....en munu feila sig því að ....nú er íslenska þjóðin á verði.
28.3.2009 | 02:25
Frjálslyndir og fiskveiðar, skrifa en ekki hægt að svara1
Frjálslyndir eru sem betur fer að blogga, en það eru bara sumir sem leyfa að þeim sé svarað.
Ég svara stundum Sigurjóni, enda svarar hann virðist hafa skoðanir,þó svo hann sé stanslust að kvarta yfir mannréttindabrotum Steingríms J.. eitthvað sem hann ekki gerði meðan Einar K. var við völd. Og það er ekkert skrítið, því hvert mun Sigurjón fara þegar allt fer í ,,flækju" hjá Frjálslyndum, jú hann fer heim, alveg eins og Jón Magnússon.
vVð getum verið sammála um að vera ósammála, þótt við séum oftar sammála en ósammála, því fiskveiðar eru frekar einfalt mál. Það eina sem þarf að gera er að veiða fiskinn!
Hversu mikið, hvernig á selja hann eða geyma, er svo annað mál. Þetta er eilíft mál hjá þeim sem fjárfesta, verða að skila arði til hluthafa og svo framvegis.
Það þýðir ekkert að öskra og ljúga á sjávarútvegsráðherra, sölumál íslensks sjávarútvegs batna ekkert við það, né heldur hagur Frjálslynda flokksins. Það virðist vera að þeir hafi ekkert vit á neinu nema veiðum, því þegar kemur að sölu afurðanna, virðist það bara vera eins og eitthvert púsluspil sem aðrir eigi að leysa.
En, eins og hjá kóngunum forðum, ber að taka mark á ,,fíflinu".
27.3.2009 | 21:15
Svífyrðileg fréttamennska stöðvar 2 í kvöld!
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að Ögmundur Jónasson hefði kostað íslensku þjóðina jafnmikið og IceSave-ævintýrið, því hann væri í forsvari fyrir LSR, eða Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Og ekki nóg með það, heldur var Pétur Blöndal hafður fyrir þessari staðhæfingu.
Síðan var viðtal við Pétur Blöndal. Þar talaði Pétur um skuldbindingar B - sjóðs LSR og hvað það myndi kosta skattgreiðendur að standa við samning þess sjóðs, en það er eldri sjóður starfsmanna ríkisins. Pétur Blöndal var ekki að kenna Ögmundi um þessi mál.
Pétur Blöndal hefur alltaf séð ofsjónum yfir lífeyrissjóðum landsmanna og á erfitt með að taka því að ríkisstarfsmenn hafi frekar valið að tryggja sér lífeyrisréttindi en jafnframt ekki farið fram á jafn há laun og hinn almenni vinnumarkaður. Á sama tíma hafa opinberir starfsmenn krafist þess að ríkið myndi tryggja lífeyrinn. Ekki ósanngjörn krafa í ljósi þess sem hefur gerst.
Hvað er ósanngjarnt við það að krefjast ríkisábyrgðar á því, að í stað þess að fá jafn mikla launahækkun og almenni vinnumarkaðurinn, að ríkið tryggi að það sem greitt er í líferissjóðinn verði til staðar og greitt út að lokinni starfsævinni og að ríkið tryggi þar með að ekki verði svindlað á fólki?
Er það Ögmundi að kenna, eða þakka? Ef minni mitt er ekki gjörsamlega horfið, var þessi lífeyrissjóður stofnaður áður en Ögmundur varð formaður BSRB. Og eitt er alveg eðal-ljóst: Ögmundur stjórnaði ekki ávöxtunaraðferðum LSR.
Lendir það á skattborgurum að ríkið tryggi slíkan sjóð? Já, það lendir á ríkinu, en muna verður að ríkið er búið að spara sér kauphækkanamismuninn til sama fólks í 50 ár.
Það lenda allar launagreiðslur ríkisins á skattborgurum og það vita allir! Við erum ríkið. Og hvað, á þá bara að reka alla ríkisstarfmenn?
Hvílíkt endemis rugl! Ég held að þessi sjónvarpsstöð verði að fara að skoða á hvað leið hún er.
Ég hef áður bloggað um lífeyrissjóðina, fjárfestingaaðferðir þeirra og hvernig hægt var að tryggja að ekki færi svona. En það var annað blogg.
27.3.2009 | 14:49
Eignaskattur eða stóreignaskattur!
Tekjustofnum ríkisins hafur jafnt og þétt verið að fækka undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, en á sama tíma hefur báknið þanist út. Arðbær fyritæki, sem skiluðu miljörðum á miljarða ofan hafa verið seld fyrir slikk til einkavina, en það hefur haft í för með sér dýrari þjónustu. Og fyrir okkur sem búum úti á landi hefur þetta einnig þýtt minni þjónustu. Það er að vísu skiljanlegt að einkafyrirtæki reyni að ,,þjappa" saman og minnka kostnaðarliði, en það er allt á kostnað neytandans, sem borgar meira fyrir minni þjónustu. Síðan hafa mörg þessara fyrirtækja, hvar reksturinn átti að batna svo mikið við einkavæðinguna, komist í rekstrarvanda og ramba nú á barmi gjaldþrots. Mér er Síminn efstur í huga, fyrirtæki sem skilaði miklum hagnaði í ríkiskassann. Þar virðast málin vera farin úr ,,þokkalegu" yfir í ,,slæmt" ástand og neytendur fá sífellt nýjan glaðning í formi alls kyns gjalda. Stutt virðist vera í óefnið á þeim bænum.
Já, útrásarvíkingarnir komu, tóku og fóru svo með dótið til útlanda og svo fór allt á rassinn, eins og allir vita og nú þarf ríkisstjóður að borga og borga og borga. Og einhvers staðar frá verða peningarnir að koma til að byggja upp á nýtt og greiða lánin. En tekjustofnum hefur fækkað, eins og ég áður reit og það er Sjálfstæðisflokknum að þakka.
Hvað er til ráða? Já, VG er að pæla í stóreignaskatti og ég sé ekkert athugavert við það. Þeir sem eiga ,,stóreignir" hafa efni á því að greiða af því skatta.
Ef hins vegar á að fara leggja á ,,hefðbundinn" eignaskatt á íbúðarhúsnæði venjulegra Íslendinga er ég því algjörlega andvígur og tel að slíkt væri eins og að berja liggjandi mann. Nóg er nú samt.
Ég trúi ekki að hann Steingrímur minn fari að skella slíku á landsmenn.
26.3.2009 | 08:49
Ávöxtun lífeyrissjóðanna!
Ávöxtun peninga í lífeyrisstjóðum landsmanna á að vera að lágmarki 3.5% svo þeir geti staðið við skuldbindingar sínar. Á síðustu árum hefur hún einungis verið um 1,7% að jafnaði.
Hvernig má þetta vera?
Með einföldum útreikningi innláns- og útlánavaxta og verðtryggingar ættu stjórnendur lífeyrissjóðanna að geta staðið undir þessum væntingum og valið þá leið sem tryggir þetta. En nei, þeir hafa í gegnum undanfarin ár valið ávöxtunarleiðir sem fela í sér alls kyns fjárfestingar í alls kyns félögum, bæði innanlands og erlendis. Hvernig stendur á því? Hverjir eru að ráðleggja þessum mönnum? Skyldi það vera ,,sýn atvinnurekendanna" í stjórnum lífeyrissjóðanna sem hefur ráðið ávöxtunarleiðunum? Svolítið hræddur er ég um það, því þeir hafa gegnum árin talað um ,,lata peninga" ,,peninga sem enginn á" o.s.frv. og að þessa peninga verði að ,,virkja" í þágu atvinnulífsins. Og þetta hafa þeir nú gert með alls konar fjárfestingum sem hafa nú tapast.
Allt er þetta leikur á kostnað þeirra sem í sjóðina borga og vænta lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. Það er erfitt að koma auga á réttlætingu þess að stjórnarmenn fái háar launagreiðslur fyrir að kasta peningum lífeyrisþega í sjóði útrásarvíkinga á Tortóla. Eða hvert fóru peningarnir?
24.3.2009 | 15:53
Tillitsemi og varkárni er útfærð sem ,,dugleysi".
Já, nú er Ragnheiður Ríkharðsdóttir farin að saka Ögmund Jónasson um dugleysi, af því hann vill ekki skera niður ,,í anda" frjálshyggjunnar. Hún vill fá tillögur ekki seinna en strax, en af því vinnubrögð Ömundar eru Sjálfstæðismönnum algjörlega framandi, þ.e. að hafa heilbrigðisstofnanir og starfsfólk þess með í ráðum um hvernig málum verður best fyrir komið, þá skilur hún ekki að hlutirnir taki smá tíma. Það var auðvelt hjá forvera Ögmundar, samflokksmanni Ragnheiðar, að ákveða bara að leggja niður stofnanir með einu pennastriki og skella öllum kosnaði af heilbrigðiskerfinu á sjúklingana sjálfa og segja upp starfsfólki og afhenda vinum sínum á suðurnesjum hluta af kökunni og einkavæða dótið. Hann hafði ekki áhyggjur af sjúklingum eða starfsfólki. Öllu skipti að skera niður í heilbrigðiskerfinu svo hægt væri að einkavæða það. En það vill ríkisstjórnin ekki. Ekki þessi ríkisstjórn.
Já, það veldur Ragnheiði heilabrotum að nýjar aðferðir við niðurskurðinn skuli vera viðhafðar, en hún verður að passa sig á að láta ekki flokksbræður hennar búa til nýjan ,,Halldór Blöndal" úr henni, en honum beyttu þeir til ýmissa hluta á Alþingi, hluta sem þeir vildu ekki gera sjálfir. En það munu þeir reyna af því að hún er ekki hrædd við að tjá sig.
23.3.2009 | 14:49
Atvinnuleysið, böl heimilanna!
Það er ljóst að atvinnuleysi er mesta böl sem riðið getur yfir foreldra og brauðvinnendur. Það er eitthvað sem stjórnvöld á hverjum tíma reyna ávallt að koma í veg fyrir. En það ríður nú yfir samfélagið. Því er sök þeirra mikil sem hafa sett íslenskt samfélag á hausinn og rænt þjóðina.
Nýjast áfallið er SPRON. Ég hef fylgst með umræðunni og finnst skrítið að kenna viðskiptaráðherra um að starfsfólki hafi ekki verið tjáð um hvað væri í bígerð.
Hvað með stjórn SPRON sem er búin að vita þetta í marga mánuði?
Það er undarlegt ef millistjórnendur og yfirmenn bankans hafa ekki vitað hvert stefndi. Enda trúi ég því ekki. Hins vegar er ljóst að þetta finnst hægrimönnum tilvalið tækifæri til þess að ráðast að stjórninni.
En hvernig stóðu þeir sjálfir að málum með hina bankana. Ekki voru þeir að láta starfsfólkið vita að allt væri fallið. Nei, en það var í lagi af því að það voru þeirra menn sem þar áttu í hlut.
Ég held hins vegar að erfitt sé um vik í báðum tilfellum, því þessir hlutir eru að gerast um helgar í bæði skiptin og ekki við yfirvöld að sakast þegar svona gerist. Nær væri að kenna stjórnendum bankanna um þessa hliðina, því þeirra er sökin, vitneskjan og mannfyrirlitningin.
Kveðja að vestan
21.3.2009 | 02:59
Kjósið eftir samvisku!
Það er alltaf þannig að þeir sem stjórna fá buffið. Og þannig á það það yfirleitt að vera, þ.e. ef stjórnað hefur verið illa, en búsáhaldabyltinging er búin að bera árangur, það er verið að gera það sem beðið var um, Seðalabankastjórinn farinn, lands-stjórnin farin, fjármáleftirlitsforinginn farinn, kosningar á næsta leiti.
Samfylkingin var í stjórn þegar þessar kröfur voru gerðar.
VG hefur barist mót öllu sem kom okkur á kaldann klakann. Ögmundi var oft borið brýn að vilja bankana úr land, af því að hann benti á að kannski væri betra að aðskilja fjármálastarfsemi bankanna og venjulega útlánastarfsemi.
,,Ögmundur vill reka bankana úr landi", var öskrað á síðum blaðanna. En það var ekki það sem hann sagði, heldur hitt, að aðskilja ætti fjármálasvið bankanna og innlendan rekstur,þ.e. innlenda útlánastafssemi.
Hvað kom í ljós?
Þarf ekki að rekja það frekar. Svo geta menn og konur bara horft á hvað hann er að gera í dag, þ.e. að taka úr sambandi alls kyns rugl um komugjald hjá sjúklingum.
Jamm, svo segja menn að VG sé bara til sýnis. Nei takk, þar er framkvæmt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 19:31
Lækkandi álverð, hver borgar?
Nú hefur ál-verð farið lækkandi um nokkurt skeið. Þetta þýðir að ál-verin greiða minna fyrir raforkuna til orkufyrirtækjanna, sem þó var á undirverði fyrir lækkunina, vegna þess að samningar álveranna um orkuverð er beintengt söluverði á áli.
Niðurstaðan er því sú, að Íslendingar borga mismuninn í enn meira mæli en var fyrir, enda þrusast nú raforkuverð til heimila og fyrirtækja á Íslandi upp úr öllu valdi. Og eftir hina ótrúlegu ráðstöfun Valgerðar Sverrisdóttur fyrrverandi iðnaðarráðherra, að búa til milliliði sem sjá um dreifingu, þá hefur á síðasta ári verið smá hækkun á raforkunni allt árið. Hjá okkur fyrir vestan hefur þetta verið að ,,aurast" upp á við á hvert kílówatt í hverjum mánuði, en núna kom sérstök hækkun vegna ,,skyndilegs" kosnaðarauka vegna dreifingar, þó svo það sé í raun sama fyrirtækið sem sér áfram um dreifinguna.
Kostnaðarauki vegna dreifingar! Hvað gerðist, þarf allt í einu meiri orku til að koma rafmagninu gegnum línurnar frá Mjólká? Ekki eins og þetta fyrirtæki geti státað af stöðugleika, því rafmagnið dettur út að meðaltali þrisvar í mánuði yfir vetrartímann á Vestfjörðum. Og fyrir utan það, þá erum við fyrir löngu búin að borga þessa virkjun í topp. Rafmagnið ætti því ekki að kosta meira en sem nemur viðhaldi og dreifingarkostnaði. En það er nú öðru nær.
Já, það er alltaf sótt beint í budduna hjá almenningi, sama hvort bankarnir hafa gert í brækurnar, eða hvort krónan lækkar, eða þensla eykst, eða útflutningsverð á áli lækkar, alltaf eru samningarnir þannig að við borgum.
19.3.2009 | 14:07
Stýrivextir, aðeins 1% lækkun!!!!!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar