7.1.2010 | 11:01
Hamast sem hanar í .....
Nú er fróðlegt að fylgjast með blogginu.
Nú hamast hægri menn sem hanar í hænsnaskít og mæra forsetann í bak og fyrir, mann sem þeir töldu óalandi og óferjandi með öllu fyrir ekki svo mörgum klukkutímum.
Og nú er stjórnarandstaðan komin á haus varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna, hættir við allt saman!
Nú er ljóst til hvers leikurinn var gerður. Nú bíta þeir hausinn af skömminni. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.
10.12.2009 | 15:57
Hugmyndir um neysluskatta.
Ef hugmyndir þær sem nú eru uppi um að eingöngu skulu vera neysluskattar í íslensku samfélagi, engir aðrir skattar, þá erum við komin inn í römmustu hægristefnu sem iðkuð er á byggðu bóli.
Þetta myndi þýða að þeir sem hafa lægstu launin, hvar stærstur hluti fer í neyslu, myndu greiða ótrúlega hátt hlutfall tekna sinna í skatta. Barnmörgu fjölskyldurnar, hvar innkaup á nauðsynjavöru er stór hluti útgjalda munu borga hlutfallslega hæstu skattana, en þeir sem hafa háar tekjur og eiga nóg, jafnvel stórar fúlgur á banka, eiga fá börn ef nokkur, borga mjög lágt hlutfall tekna í skatta og þeir sem lifa á fjármagnstekjum einum saman borga enga skatta.
Einhvern veginn finnst manni að skattar eigi að vera í einhverju samræmi við tekjur.
Þetta myndi líka þýða að verðlag myndi stórhækka og öll verðtryggð lán myndi snarhækka. Hætta er á að þetta myndi einnig stuðla að aukinni stéttaskiptingu og að svartamarkaðsbrask myndi blómstra
Hvernig sem skattkerfið verður, hlýtur það að miðast við að landsmenn leggi hluta af tekjum sínum til samneyslunnar og að kerfið nýtist einnig til tekujöfnunar, en kerfið hefur undanfarin 15 ár verið að breytast í hina áttina, þ.e. að þeir sem þéna mest, borga alls ekki mest og sumir hafa nánast ekkert greitt, þrátt fyrir miklar tekur, t.d. þeir sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum innistæða sinna.
Samt sem áður nýta þeir sér samfélagslega þjónustu!
Held að við ættum að sleppa öllum pælingum í þessa áttina.
9.12.2009 | 14:45
Hvað býr að baki?
Það er dæmalaust að hlusta á stjórnarandstöðuna og fylgjast með Ögmundi og andsettu Liljunum í Icesavemálinu.
Trúir þetta fólk virkilega að við getum bara ákveðið að greiða ekki ICESAVE og að allt verði í lagi?
Og að kjósa eigi um hvort íslenska þjóðin eigi að greiða skuldir sínar eða svíkja milliríkjasamninga, er dæmalaust rugl.
Það er of seint að ætla að greiða atkvæði um hvort borga eigi fyrir sorphirðu, þegar búið er að kasta sorpinu og öskubíllinn búinn að tæma tunnuna og löngu farinn.
Útrásarliðið kom okkur í þessi vandræði með hjálp ríkisstjórna Sjálfstæðis og Framsóknar og nú stendur sorphirðan yfir. Það er erfitt en nauðsynlegt.
Það tryggir enginn eftirá!
Hvað býr að baki málþófinu, undirskriftarsöfnuninni og neitun sumra stjórnarliða er umdeilanlegt, en þó er ljóst að það kemur okkur ekki að neinum notum. Og allt sem Ögmundur og félagar í VG eru að gera er að hjálpa til við afturkomu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.
Ögmundur ætti að sjá sóma sinn og segja sig úr flokknum, ásamt því liði sem greinilega er ekki stjórntækt og þarf sífellt að vera í fjölmiðlum, gjammandi um allt og ekkert.
Umhugsunarvert þykir mér.
29.5.2009 | 13:57
Hækkanir.
Ég held að það sé alveg ljóst að þessar hækkanir muni koma illa við margan, ekki síst þá verst settu. Nú var verið að hækka tóbak um 15%, en það eru bara rúmar tvær vikur síðan tóbak hækkaði síðast, en þá kom það ekki einu sinni í fréttum. Áfengi og tóbak er eitthvað sem heimilin geta verið án, en ekki bensínið.
Hliðaráhrifin af þessu munu gera heimilum enn erfiðara fyrir. Bensínverð er hreinlega glæpsamlegt og því er haldið uppi af auðhringum sem eru í ,,algjöru" samráði. Allt tal um ,,markað" á olíu er hreinn tilbúningur og lygi. Þeir minnka og auka framleiðslu til verðstjórnunar eins og þeim sýnist og gróði olíufyrirtækjanna og olíulandanna er ævintýralegur.
Það er bilun að ríkið noti þennan lið heimilisútgjalda til að stoppa upp í fjárlagagatið. Lágmark væri að ríkið setti þá álagnigsprósentu olíufélaganna niður í leiðinni. Það er hægt með lagagerð, enda hafa olíufélögin vel efni á því. Þau hafa blóðmjölkað þjóðina áratugum saman.
Kveðja að vestan.
15.5.2009 | 21:41
Kynfæra - kvótinn!
Þó svo ég hafi verið fylgjandi kvenréttindum alveg síðan að ég fattaði að réttindin voru ekki jöfn, þá finnst mér fáránlegt að kynfæri einstaklinga ráði þegar kemur að því að stjórna, vera valin í embætti eða starf. Og þótt mér finnist mikið til kynfæra kvenna koma, þá hefur það nákvæmlega ekkert að gera með hæfni þeirra til að stjórna eða vinna störf. Því finnst mér fáránlegt að meta fólk eftir þessum atriðum.
Ég er mjög hissa á því að allir forsetar Alþingis séu með sömu gerð af kynfærum. Það er ljóst að ef kynfærakvóti á að ráða, hefur kvótinn, eins og alltaf, farið á eins kynfæris altari.
Þetta náttúrulega gengur ekki.
Kveðja að vestan.
15.5.2009 | 21:17
Helst það í hendur?
Ég verð að segja að mér finnst hlálegt að allir Alþingismenn þrusi út í dómkirkju og hlusti á evangeliskan mótmælendaprest fyrir setningu Alþingis.
Er ekki trúfrelsi í landinu? Hvað með þá Alþingismenn sem eru trúlausir, eða annarrar trúar?
Þetta er bara eitt dæmið enn um að löngu er kominn tími til að skilja á milli ríkis og kirkju.
Alþingismönnum væri nær að reyna að koma því inn í stjórnarskrána að ,,íslenska" er þjóðtunga Íslendinga, fremur en að liggja á bæn í dómkirkjunni áður en þeir fara á svið Alþingis að taka þátt í flokkadráttum. Eða helst það kannski í hendur?
Kveðja að vestan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 08:44
Hryðjuverkalög á ,,jöklabréfaeigendur"?
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að jöklabréfin svokölluðu halda íslensku krónunni í gíslingu. Það er líka að opinberast að þessi bréf eru alla vega að hluta til í eigu einhverra Íslendinga, kannski skráð á Tortóla. Þeir eru sem sagt ekkert hættir að skaða þjóðina. Þá er ekkert annað að gera en að skoða þessa eigendur sem andstæðinga íslensku þjóðarinnar og fara bresku leiðina og setja hryðjuverkalög á þetta batterí, hirða bréfin og segja bless við þetta lið.
Kveðja að vestan.
11.5.2009 | 08:23
Til hamingju!
Ég óska nýrri ríkistjórn, fyrstu meirihlutastjórn vinstrimanna frá lýðveldisstofnun, velfarnaðar og langlífis.
8.5.2009 | 12:02
Potta og pönnur að breska sendiráðinu.....
Nú held ég að Íslendingar ættu að mæta við breska sendiráðið og mótmæla kröftuglega fíflagangi Gordon Brown og lyginni sem hann lætur frá sér varðandi ,,meinta íslenska banka" og skuldir þeirra, hryðjuverkalögunum sem hann setti á okkur og að hann segist vera að semja við AGS um málefni Íslendinga.
Nær finnst mér að fjölmenna þangað en að Alþingishúsinu, þó kannski sé í góðu lagi að hrista upp í málunum þar líka.
5.5.2009 | 13:35
,,Í, eða ekki í EB?"....það er spurningin!
Það er undarlegt að nýafstöðnum kosningum að menn séu á móti því að Alþingi fái að skera úr um mál eins og Evrópusambandið. Í raun er það bara svo að menn hafa kannski ekkert á móti því, heldur eru að setja fyrir sig að VG og S hafi náð niðurstöðu, komist að lýðræðislegri niðurstöðu, og munu vera við stjórn hér næstu árin. Þetta er náttúrulega óþolandi fyrir Sjálfstæðismenn og Framsókn. En svona fóru kosningarnar. Þetta er meirihlutastjórn og meirihluti Alþingis munu ráða hvað gerist í EB málinu, þ.e. ef fréttir Morgunsblaðsins eru réttar.
Hver var aftur hinn stjórnarmöguleikinn? Jú, S,B og O, sem hefðu þá meirihluta á þingi til þess að ,,knýja" fram umsókn í EB.
Hvað sem gerist, þá mun þjóðin ráða þessu að lokum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það er lýðræðisleg og góð niðurstaða. Ef þjóðin vill fara í EB, þá fer þjóðin í EB, annars ekki. Einfalt.
Kveðja að vestan.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Sjöunda gosið á Sundhnúkagígaröðinni
- Mjög alvarlegt ef Njarðvíkuræð gefur sig
- Beint: Landsvirkjun fjallar um raforkuöryggi
- Sýndu enn og aftur hversu megnugir þeir eru
- Úlfar: Heppileg tímasetning á gosinu
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi